íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2024

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skemmtilegasti viðburður ársins var haldinn 27 desember sl. í Hlégarði þgar kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar. Fjöldi annarra viðurkenninga var veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum.

Undanfarnar tvær vikur  höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem kemst að niðurstöðu. Í nefndinni sitja Geirarður Long fyrir hönd Aðalstjórnar, Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar

Í ár voru eftirtaldir tilnefndir til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar fyrir árið 2023.

Blak:
Thelma Dögg Grétarsdóttir
Hafsteinn Már Sigurðsson
Fimleikar:
Vala Björg Arnarsdóttir
Guðjón Magnússon
Handbolti:
Saga Sif Gísladóttir
Þorsteinn Leó Gunnarsson
Karate:
Þórður Jökull Henrysson
Knattspyrna:
Hildur Karítas Gunnarsdóttir
Bjartur Bjarmi Bjarkason
Taekwondo:
Aþena Rán Stefánsdóttir
Wiktor Sobczynski

Íþróttakona Aftureldingar 2024 er Thelma Dögg Grétarsdóttir 

Thelma var kosin besti íslenski leikmaðurinn  í Unbrokendeild kvenna eftir síðustu leiktíð. Hún var einnig kosinn besti díóinn (bara ein staða)  eftir síðustu leiktíð. Thelma átti stóran þátt í Bikarmeistaratitli kvennaliðs Aftureldingar þegar liðið vann KA í úrslitaleik Kjöríssbikarsins þar sem hún skoraði 31 stig í þeim leik og var valin mikilvægasti leikmaður mótsins.  Thelma Dögg var fyrirliði A landsliðs kvenna sem tók þátt í fyrsta skipti í Siver League keppni Evrópu s.l. vor. Í janúar 2024 var hún valin Blakkona Ársins af Blaksambandi Íslands.

Thelma Dögg er uppalin í Aftureldingu og í Mosfellsbæ og hefur spilað með meistaraflokki félagsins síðan liðið var stofnað haustið 2011. Thelma hefur mikin metnað fyrir sína hönd og fyrir hönd Aftureldingar og leggur mikið á sig til að standa sig í íþrótt sinni. Hún er alltaf boðin og búin til að aðstoða við hvað sem þarf. Núna sér Thelma Dögg um hugarþjálfun og markmiðssetningu fyrir alla hópa innan blakdeildarinnar og er það verkefni sem er í gangi allan veturinn með eftirfylgni af hennar hálfu bæði til einstaklinganna sem og hópanna. Thelma er mikil fyrirmynd yngri iðkenda og ekki bara innan Aftureldingar heldur á landsvísu og er eitt stærsta nafn í blakinu á Íslandi.

Thelma Dögg – Mynd Raggi Óla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttamaður Aftureldingar 2024 er Þorsteinn Leó Gunnarsson handboltamaður

Þorsteinn var lykilmaður í liði Aftureldingar sem náði frábærum árangri leiktímabilið 2023-2024. Liðið lenti í 2. sæti í deildarkeppninni, rétt á eftir FH. Afturelding leik feiknavel í úrslitakeppninni og sigraði m.a. eitt sigursælasta liðið hérlendis undanfarin ár, Val, í undanúrslitunum þar sem Þorsteinn var yfirburðarleikmaður. Afturelding spilaði svo eftirminnilega til úrslita við FH þar sem Þorsteinn fór fyrir sínu liði í hörkueinvígi sem FH sigraði að lokum. Afturelding endaði því í öðru sæti í deild og í úrslitakeppninni og var Þorsteinn lykilmaður á öllum vígstöðum.

Þorsteinn hefur verið einn efnilegasti leikmaðurinn í handboltanum undanfarin ár og kom það því ekki á óvart þegar stórlið Porto sótti Þorstein í sumar þegar félagið keypti Þorstein frá Aftureldingu. Porto er eitt af stórliðunum í handboltanum; hefur verið eitt besta lið Portúgals undanfarin ár og spilað á meðal fremstu liða í Evrópukeppninni. Þorsteinn hefur spilað feykivel með Porto síðan hann hóf að spila með þeim í atvinnumennskunni.

 

Þorsteinn Leó – Mynd Raggi Óla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalstjórn Aftureldingar veitti þeim iðkendum sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefni árið 2024 rós. Iðkendur í landsliðum eru fjölmargir einsog undanfarin ár.

Atli Fannar Pétursson blak
Dóróthea Huld Aðils Sigurðardóttir blak
Hafsteinn Már Sigurðsson blak
Haukur Logi Arnarsson blak
Hilmir Berg Halldórsson blak
Isabella Rink blak
Kristinn Benedikt Hannessson blak
Magni Þórhallsson blak
Rut Ragnarsdóttir blak
Sebastian Sævarsson Meyjer blak
Sunna Rós Sigurjónsdóttir blak
Thelma Dögg Grétarsdóttir blak
Tinna Rut Þórarinsdóttir blak
Valdís Unnur Einarsdóttir blak
Velina Apostolova blak
Ármann Sigurhólm Larsen fimleikar
Guðjón Magnússon fimleikar
Adam Ingi Sigurðsson Hand
Alexander Sörli Hauksson Hand
Atli Fannar Hákonarson Hand
Bjarni Ásber Þorkelsson Hand
Daníel Bæring Grétarsson Hand
Eyþór Einarsson Hand
Harri Halldórsson Hand
Jón Gauti Grétarsson Hand
Jökull Sveinsson Hand
Kristján Finnsson Hand
Leó Halldórsson Hand
Róbert Hákonarson Hand
Sigurjón Bragi Atlason Hand
Stefán Magni Hjartarson Hand
Þorsteinn Leó Gunnarsson Hand
Ævar Smári Gunnarsson Hand
Þórður jökull henryson Karate
Björgvin Már Jónsson Karfa
Dilanas Sketrys Karfa
Oliver Óskarsson Karfa
Sigurbjön Einar Gíslason Karfa
Símon Logi Heiðarsson Karfa
Arnar daði Jóhannessson knattsp.
elmar kári knattsp.
Jakob sævar knattsp.
Katla Ragnheiður knattsp.
Róbert Agnar knattsp.
Aþena Rán Stefánsdóttir Taekwondo

Aðrar viðurkenningar sem voru veittar

Vinnuþjarkur Aftureldingar 2024: Leifur Guðjónsson

Starfsbikar UMFÍ: Meistaraflokksráð karla í knattspyrnudeild

Hópabikar UMSK: Bikarmeistarar meistaraflokkur kvenna í blaki

Hvatabikar aðalstjórnar: Íslandsmeistarar í 3. flokk karla í handknattleik, 9. flokkur karla í körfuknattleik og Evrópumeistar í blönduðum hóp unglinga Guðjón Magnússon

Sérstakar þakkir: Fasteignasala Mosfellsbæjar

Þjálfarar ársins: Magnús Már Einarsson

Afrek ársins: Meistaraflokkur karla í knattspyrnu

Leifur Guðjónsson, vinnuþjarkur Aftureldingar 2024 – Mynd Raggi Óla