Íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Íþróttaskóli barnanna

Laugardaginn 20.september hefst íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu þetta haustið. 
Í ár verður boðið upp á þrjú námskeið:
Kl 9:15 verða börn fædd 2023
Kl 10:15 verða börn fædd 2022
Kl 11:15 verða börn fædd 2020 og 2021
Skráning hefur verið opnuð á abler eða  hér .

Ef foreldrar vilja hafa börn sín saman í tíma þá vinsamlegast hafið samband við stjórnendur skólans og látið vita. Eingöngu verður möguleiki á að hafa systkini saman í fyrsta eða síðasta tímanum.
Yfirþjálfarar íþróttaskólans eru Valal og Inga Lilja en báðar eru þær menntaðir íþróttakennarar.

Hlökkum til að sjá hressa og káta krakka í september.