Íþróttir fyrir alla

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþróttir fyrir alla hefst sunnudaginn 5. október. Æfingar í Fellinu kl 11.00 á sunnudögum í vetur.
Yfirþjálfari verkefnisins er Gunnar Freyr, en hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum. Hann er íþróttafræðingur og hefur starfað hjá okkur í nokkur ár í sund- og frjálsíþróttadeildum okkar.
Íþróttir fyrir alla eru fjölbreyttar íþróttaæfingar, þar sem snert er á hinum ýmsu íþróttum. Gestaþjálfarar frá deildum Aftureldingar verða á einhverjum æfingunum í haust/vetur og vonandi áfram í vor.
Æfingarnar eru fyrir börn og ungmenni með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingarnar og utanumhald er allt með þeim hætti að öllum börnum er mætt á þeirra forsendum.
Við ætlum að byrja þann 5. október og verðum áfram í Fellinu kl 11.00. Staðsetningar gætu breyst í vetur með eðli íþróttanna í huga.

Við hverjum alla til að koma og prófa og dreifa út boðskapnum.

Sjáumst !