Skemmtilegasti viðburður ársins var haldinn 28. desember sl. í Hlégarði þegar kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar. Fjöldi annarra viðurkenninga var veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum.
Undanfarnar tvær vikur höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem kemst að niðurstöðu. Í nefndinni sitja Geirarður Long fyrir hönd Aðalstjórnar, Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar
Í ár voru eftirtaldir tilnefndir til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar fyrir árið 2023.
Blak:
Rut Ragnarsdóttir
Atli Fannar Pétursson
Fimleikar:
Sara María Ingólfsdóttir
Styrkár Vatnar Reynisson
Handbolti:
Katrín Helga Davíðsdóttir
Einar Baldvin Baldvinsson
Karate:
Þórður Jökull Henrysson
Knattspyrna:
Andrea Katrín Ólafsdóttir
Hrannar Snær Magnússon
Körfubolti:
Alexander Jón Finnsson
Taekwondo:
Aþena Rán Stefánsdóttir
Wiktor Sobczynski
Íþróttakona Aftureldingar 2025 er Rut Ragnarsdóttir
Rut er fædd árið 2003 og hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu. Hún hefur æft blak frá því hún var barn og hefur tekið þátt í öllum yngri landsliðum Íslands. Í sumar sem leið var Rut einn af máttarstólpum íslenska A landsliðsins í blaki þegar Ísland tók þátt í Silver league sem er undankeppni EM. Rut hefur verið fasta manneskja í A landsliði kvenna undanfarin ár og hefur verið besti íslenski frelsinginn í blaki á Íslandi undanfarin ár og því einn af mátttarstólpum kvennaliðsins Aftureldingar sem komst í Final 4 í Kjörísbikarnum og í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn en lutu í lægra haldi fyrir Íslands og bikarmeisturunum.
Rut er frábær fyrirmynd yngri iðkenda. Hún er alltaf jákvæð og tilbúin að aðstoða þegar til hennar er leitað.
Blakdeild Aftureldingar er ákaflega heppin og stolt af því að hafa Rut innan sinna raða.

Íþróttamaður Aftureldingar 2025 er Einar Baldvin Baldvinsson
Einar Baldvin gekk til liðs við Aftureldingu sumarið 2024 og stimplaði sig strax inn í hóp Aftureldingar sem barðist um titla á öllum vígstöðum leiktímabilið 2024-2025. Liðið komst í final 4 í Powerade bikarkeppninni, endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni og datt út í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn eftir eftirminnilegt einvígi við Val. Einar Baldvin var valin besti markmaður tímabilsins í Olís deildinni og var valin í lið ársins. Þá var Einar Baldvin nýlega valin í 35 manna landsliðshóp Íslands. Einar Baldvin er án vafa einn af betri markmönnum Íslands um þessar mundir og hefur sýnt það og sannað í búningi Aftureldingar á yfirstandandi leiktímabili. Auk þess að vera frábær leikmaður innan vallar er Einar Baldvin einnig frábær leikmaður utan vallar. Einar Baldvin æfir eins og atvinnumaður, er mjög metnaðarsamur og stefnir alltaf hærra. Einar Baldvin er hvetjandi, kurteis og faglegur og ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og menningu klúbbsins. Einar er fyrirmynd í einu og öllu og hefur í dag tekið að sér mikilvægt leiðtogahlutverk í liðinu ásamt öðrum eldri leikmönnum. Einar hefur tekið að sér að þjálfa markmenn í yngri flokkum Aftureldingar og er ungum iðkendum félagsins ávallt innan handar og tilbúin að aðstoða í einu og öllu. Við erum stolt af því að eiga landsliðsmanninn Einar Baldvin og tilnefnum hann sem handknattleiksmann Aftureldingar.

Þær deildir sem ekki tilnefna til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar verðlaunuðu efnilega iðkendur sína á viðburðinum.
Badminton:
Sunna María Ingólfsdóttir og Björn Helgi Þórarinsson
Frjálsíþróttir:
Sigríður Sóllilja Einarsdóttir og Vignir Óli Gunnlaugsson
Karate:
Kristíana Svava Eyþórsdóttir
Sund:
Bjarki Ragnar Arnarsson og Margrét Brynja Steingrímsdóttir

Aðalstjórn Aftureldingar veitti þeim iðkendum sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefni árið 2024 rós. Iðkendur í landsliðum eru fjölmargir einsog undanfarin ár.
| Aþena Rán Stefánsdóttir | Taekwondo |
| Ellý Guðrún Sigurðardóttir | Taekwondo |
| Guðni Friðmar J. Ásmundsson | Taekwondo |
| Hilmar Birgir Lárusson | Taekwondo |
| Wiktor Sobczynski | Taekwondo |
| Þórður Jökull Henrysson | Karate |
| Aron Rútur Allanson | karfa |
| Snorri Valur Guðjónsson | karfa |
| Björgvin Már Jónsson | karfa |
| Róbert Agnar Daðason | fótbolti |
| Aron Daði Jóhannesson | Fótbolti |
| Amelía Ýr Sigurðardóttir | blak |
| Tinna Rut Þórarinsdóttir | blak |
| Valdís Unnur Einarsdóttir | blak |
| Rut Ragnars | blak |
| Thelma Dögg Grétarsdóttir | blak |
| Atli Fannar Pétursson | blak |
| Hafsteinn Már Sigurðsson | blak |
| Kristinn Benedikt Gross Hannesson | blak |
| Kristinn Freyr Ómarsson | blak |
| Sigþór Helgason | blak |
| Emilía Dís Júlíusdóttir. | blak |
| Sigurjón Bragi Atlason | handbolti |
| Leó Halldórsson | handbolti |
| Harri Halldórsson | handbolti |
| Stefán Magni Hjartarson | handbolti |
| Ævar Smári Gunnarsson | handbolti |
| Haukur Guðmundsson | handbolti |
| Daníel Bæring Grétarsson | handbolti |
| Adam Ingi Sigurðsson | handbolti |
| Kristján Andri Finnsson | handbolti |
| Alexander Sörli Hauksson | handbolti |
| Atli Fannar Hákonarson | handbolti |
| Jökull Ari Sveinsson | handbolti |
| Eyþór Einarsson | handbolti |
| Vésteinn Logi Þórðarson | handbolti |
| Pálmi Rafn Viðarsson | handbolti |
| Róbert Hákonarson | handbolti |
| Ísabella Sól Huginsdóttir | handbolti |
| Emma Guðrún Ólafsdóttir | handbolti |
| Sara Katrín Reynisdóttir | handbolti |
| Katla Ragnheiður Jónsdóttir | fótbolti |
| Hólmfríður Birna Hjaltested | fótbolti |
| Anna Bryndís Andrésdóttir | Badmintondeild |
| Eva Ström | Badmintondeild |
| Adam Breki Hallsson | fótbolti |
| Guðmundur Nói Gunnarsson | fótbolti |
| Hektor Örn Estherarson | fótbolti |
| Mikael Tumi Ragnarsson | fótbolti |
| Símon Bjarki Ívarsson | fótbolti |
| Viktor Smári Þrastarson | fótbolti |
| Agnes Jóhannesdóttir | fótbolti |
| Elísa Margrét Ágústsdóttir | fótbolti |
| Írena Líf Róbertssdótir | fótbolti |
| Sonja Salín Hilmarsdóttir | fótbolti |
| Saga Pála Guðjónsdóttir. | fótbolti |
| Andrea Karí Egilsdóttir | fótbolti |
| Júlía Bríet Smith | fótbolti |
| Sigrún Agnes Smáradóttir. | fótbolti |
| Alex Lúðvíksson | fótbolti |
| Aron Daði Jónsson | fótbolti |
| Ari Hrafn Haraldsson. | fótbolti |
Aðara viðurkenningar sem voru veittar:
Gunnillubikarinn 2025: Sigríður Sóllilja Einarsdóttir
Vinnuþjarkur 2025: Gísli Jón Magnússon
Þakkir aðalstjórnar: BÓ smiðir
Starfsbikar UMFÍ: Stjórn körfuknattleiksdeildar
Hópabikar UMSK: 4. fl kk í handknattleik
Hvatabikar Aðalstjórnar: Stjórn og mfl. ráð kk í knattspyrnu
Sérstakar þakkir: Sævaldur Bjarnasson, körfuknattleiksþjálfari fyrir vel unnin störf innan og utan vallar á árinu.
Þjálfari ársins 2025: Árndís Birgitta, fimleikadeild
Afrek ársins 2025: Sameinað lið Afturelding og ÍA fimleikar fyrir þátttöku á Norðurlandarmeistaramótinu.

