Kveðja frá Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding fjölskyldan hefur kvatt einn af sínum bestu mönnum.

Ólafur Gísli Hilmarsson formaður barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar Aftureldingar er fallinn frá eftir stutt baráttu við krabbamein. Óli var einn af þeim sem gerði allt fyrir handknattleiksdeildina, hafði mikla ástríðu fyrir starfinu og vann statt og stöðugt að því að gera starfið og ekki síst umhverfið í kringum handboltann og handboltaiðkendur í Mosó betra.

Það eru ekki margir sem ferðast á milli móta um helgar til að fylgjast með starfinu og til að tryggja að krakkarnir fái þá þjónustu sem þau eiga skilið.

Ungmennafélagið Afturelding þakkar Óla Hill ánægjulega samfylgd og sendir Evu og fjölskyldu svo og vinum Óla innilegar samúðarkveðjur.

 

 

Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðafarar Óla.