Myntkaup höllin að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding hefur skrifað undir samstarfssamning við Myntkaup ehf. þar sem Myntkaup kaupir nafnaréttinn á heimavelli félagsins í handbolta, blaki og körfuknattleik. Frá og með núverandi tímabili munu keppnisleikir inni í íþróttamiðstöðinni að Varmá vera spilaðir í Myntkaup höllinni.

Samkomulagið markar mikilvægt og jákvætt skref fyrir félagið og framtíðarstarf þess. Með þessu samstarfi verður Myntkaup eitt af helstu bakhjörlum félagsins.

Samningurinn er til þriggja ára og við hlökkum til að taka á móti leikmönnum, stuðningsmönnum og gestum í Myntkaup höllinni næstu árin.

Sjáumst í Myntkaup höllinni í vetur!