Á sama tíma og við kynnum til leiks nýja treyju fyrir barna- og unglingastarf Aftureldingar í handbolta og fótbolta, þá er það með gleði í hjarta sem við tilkynnum að Byggingarfélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamning sinn við BUR deildir félagsins í körfubolta, blaki, handbolta og knattspyrnu. Bakki hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins undanfarin ár og erum við stollt að hafa þá áfram með okkur í liði.
Við kynnum líka nýjan samstarfsaðila barna- og unglingastarfs Aftureldingar til leiks, Blikastaðaland ehf. er nýr styrktaraðili félagsins í körfubolta, blaki, handbolta og knattspyrnu. Það er okkur sönn ánægja að hefja samstarf með Blikastöðum, en Blikastaðalandið er framtíðar uppbyggingarsvæði Mosfellsbæjar og uppbygging á því svæði mun bæði styrkja og stækka félagið okkar.