Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2025

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um vegna út­hlut­un­ar styrkja til efni­legra ung­menna sem leggja stund á íþrótt­ir, tóm­stund­ir eða list­ir yfir sum­ar­tím­ann.

Öll ung­menni á aldr­in­um 16-20 ára, (f. 2005, 2006, 2007 og 2008) með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sér­staka hæfi­leika á sínu sviði geta sótt um styrk­inn.

Markmið styrks­ins er með­al ann­ars að gefa ein­stak­ling­um sömu tæki­færi og jafn­öldr­um þeirra til að njóta launa frá bæn­um á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tóm­st­und yfir sum­ar­tím­ann. Styrk­ur­inn er fólg­inn í laun­um frá Mos­fells­bæ og greitt í sam­ræmi við önn­ur sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ.

Sótt er um styrk­inn á Mín­um síð­um Mos­fells­bæj­ar.

Styrk­ir til efni­legra ung­menna í Mos­fells­bæ 2025 – Mosfellsbær