Umsóknarfrestur í Afreks- og styrktarsjóð rennur út 28. janúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Opið er fyrir umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar og Mosfellsbæjar og rennur umsóknarfrestur út þann 28. janúar næstkomandi. Úthlutað verður tvisvar úr sjóðum í ár og að þessu sinni er úthlutað vegna verkefna sem fóru fram síðari hluta ársins 2018.

Markmið sjóðsins eru eftirfarandi:
1. Veita afreksfólki í deildum innan Aftureldingar styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
2. Veita styrk til þess íþróttafólks sem valið er til æfinga eða keppni með landsliði innan sérsambanda ÍSÍ.
3. Veita þjálfurum og leiðbeinendum sem starfa á vegum Aftureldingar styrk til að sækja viðurkennd þjálfaranámskeið og/eða aðra menntun sem eflir þá í starfi.

Umsóknarferlið er að þessu sinni rafrænt og er óskað eftir að fá allar umsóknir rafrænar í gegnum heimasíðu Aftureldingar. Óskað er eftir nauðsynlegum fylgiskjölum vegna umsóknar en þau geta verið staðfesting frá sérsambandi vegna þátttöku í landsliðsverkefni, kvittun vegna ferðakostnaðar, kvittun vegna keppniskostnaðar o.s.frv.

Hér má sækja um styrk í afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar