Unglingalandsmót UMFÍ 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 dagana 31. júlí – 2. ágúst. Mótið er haldið í samstarfi við HSK og Sveitarfélagið Árborg. Mótið hefur sannað gildi sitt sem glæsileg vímuefnalaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman kemur fjöldi barna og ungmenna með fjölskyldum sínum.

Mótið er fyrir 11-18 ára börn og ungmenni sem reyna fyrir sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Á Unglingalandsmóti UMFÍ verður að þessu sinni boðið upp á 22 frábærar greinar og viðburði frá morgni til kvölds. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna, leikjatorg og fleiri viðburði.

Á meðal greina eru hlaupaskotfimi (biathlon), bogfimi, fimleikar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, götuhjólreiðar, kökuskreytingar og knattspyrna auk rafíþrótta. Á hverju kvöldi verða svo tónleikar með landsþekktu tónlistarfólki.

Skráning hefst á www.ulm.is 1. júlí.

Ítarlegri upplýsingar á www.ulm.is