Úrslitakeppnin stendur nú sem hæst og eru hörkuspennandi leikir í gangi þessa dagana.
Handboltaliðið okkar er komið upp að vegg og þarf að vinna útileikinn á morgun á móti ÍR ef oddaleikur á að nást en leikurinn hefst kl. 16.00 í Austurbergi.
Blakliðið okkar mætir svo HK í úrslitaleik nr. 3 á heimavelli á morgun sumardaginn fyrsta.
Bein lýsing á blakleiknum er á www.sporttv.is fyrir þá sem ekki komast á völlinn.
Í knattspyrnunni eru strákarnir okkar komnir í undanúrslit B-deildar Lengjubikarsins og mæta Leikni á morgun, sumardaginn fyrsta kl.13.00 að Varmá.
Þannig að það er nóg um að vera á sumardaginn fyrsta á íþróttasviðinu.
Áfram Afturelding!