Útisvæði Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í nýjum reglum sem tóku gildi á miðnætti á föstudaginn 30. október sl. kemur fram að einungis 10 einstaklingar mega koma saman núna. Þetta á einnig við um börn sem eru fædd fyrir 2015.

Iðkendurnir okkar fá æfingaplan í gegnum Sideline XPS appið, flestar þessara æfinga er hægt að gera úti og er tilvalið að nýta þessi flottu útisvæði sem við höfum hérna í Mosfellsbænum. En á meðan við hvetjum alla  til þess að fara út að hreyfa sig, minnum við iðkendur okkar á að forðast hópamyndun á þessum svæðum.

Það er okkar von að ekki þurfi að loka gervigrasinu eða hlaupabrautinni á meðan á þessum takmörkunum stendur

Til þess þurfum við öll að taka saman höndum og forðast að fara út fleiri en 10 í einu.  Við biðjum forráðamenn að aðstoða okkur í þessari baráttu með samtali við börnin.