Thelma Dögg komin heim

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Thelma Dögg Grétarsdóttir sem hefur spilað sem atvinnumanneskja í blaki undanfarin ár hefur snúið heim í Mosfellsbæinn á ný. Blakdeild Aftureldingar er ákaflega lukkuleg með að Thelma skuli ætla að spila með liðin okkar í vetur en hún hóf blakiðkun hjá Aftureldingu 7 ára gömul og hefur spilað í öllum yngri landsliðum Íslands ásamt því að vera lykilmanneskja í A …

Kjartan, Hilmir og Sigvaldi endurnýja saminga við Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Í dag endurnýjuðu samninga sína við blakdeildina Hilmir Berg Halldórsson, Kjartan Davíðsson og Sigvaldi Örn Óskarsson.  Allir eru þeir félagar uppaldir í  Aftureldingu og hafa þeir spilað upp alla yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum í U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Þeir hafa allir æft og spilað með meistaraflokki félagsins undanfarin 2 ár ásamt því að …

Dagrún Lóa og Karitas Ýr framlengja við Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Dagrún Lóa Einarsdóttir og Karitas Ýr Jakobsdóttir  skrifuðu undir og framlengdu samning sinn við uppeldisfélagið sitt í blaki. Þessar stelpur hafa spilað í öllum yngri flokkum félagsins ásamt því að taka þátt í landsliðsverkefnum yngri lið.  Sðustu 2 ár  hafa þær einnig æft  með meistaraflokki  félagsins. Þær voru í hópi meistaraflokks sem náðu í bronsverðlaun á síðustu leiktíð bæði í meistaraflokki …

Þórey, Steinunn og Hilma framlengja samning sinn við Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Hilma Jakobsdóttir, Steinunn Guðbrandsddóttir og Þórey Símonardóttir skrifuðu allar undir áframhaldandi samning við blakdeild Aftureldingar í dag.  Þær eru allar uppaldar í félaginu og hafa spilað með Aftueldingu upp yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum.  Þær hafa æft og spilað með meistaraflokknum s.l. 2 ár auk þess að spila í 2.flokki kvenna. Á síðasta leiktímabili lönduðu bæði …

Afturelding með 7 lið í Íslandsmótinu í blaki á næstu leiktíð

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Deildaniðurröðun Blaksambands Íslands er klár að mestu fyrir komandi tímabil og verður spilað í 4 karladeildum og 7 kvennadeildum. Af þessum 7 liðum frá Aftureldingu eru 2 unglingalið sem spila í 1.deildum karla og kvenna og eitt lunglingalið stúlkna sem spilar í 3.deild kvenna og auk þess eru liðin okkar í efstu deildum karla og kvenna að sjálfsögðu með. Bæði …

Piotr og Borja þjálfa meistaraflokkanna í blaki

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá þjálfaramálum meistaraflokka fyrir næstu leiktíð. Piotr Kempisty mun halda áfram að þjálfa meist­ara­flokk karla og yngri flokka Aft­ur­eld­ing­ar í blaki og Borja Gonzá­lez mun taka við meist­ara­flokki kvenna hjá Aftureldingu á næstu leiktíð. Ana Maria Vi­dal mun vera aðstoðarþjálf­ari kvennaliðsins og mun Kempisty einnig spila með karlaliði fé­lags­ins. „Auk þess mun Ana Maria sjá um …

Afturelding Íslandsmeistarari í 3. flokki kvenna

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Glæsilegt Íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram um helgina að Varmá. Afturelding eignaðist Íslandsmeistara í 3. flokki stúlkna. Þær fóru ósigraðar í gegnum mótið og töpuðu aðeins 2 hrinum. Glæsilegur árangur hjá þeim. Innilega til hamingju.

Íslandsmót yngri flokka í blaki

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Íslandsmót yngri flokka verður um næstu helgi og heldur Blakdeild Aftureldingar utan um mótahaldið. 60 lið eru skráð á mótið sem koma frá; Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað,Seyðisfirði, Höfn og svo af höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hafa svo mörg lið í 6.flokki (8-9 ára) tekið þátt en þau eru samtals 15  og eru 10 af liðunum utan af landi en samkvæmt reglur …

Vinningaskrá í happdrætti blakdeildar 2019

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Dregið hefur verið úr árlegu happdrætti blakdeildarinnar. Vinningaskránna má sjá hér. Vinninga má vitja með því að hafa samband á netfangi blakdeildaftureldingar@gmail.com fyrir 7. maí 2019. Blakdeildin þakkar fyrir frábæran stuðning.  

Grétar nýr formaður Blaksambands Íslands

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Grétar Eggertsson var á föstudag kjörinn nýr formaður Blaksambands Íslands. Hann tekur við af Jasoni Ívarssyni eftir 14 ár í formannssætinu. Grétar var einn í framboði í embætti formanns BLÍ á ársþinginu. Hann var því sjálfkörinn formaður BLÍ til tveggja ára með lófataki þingfulltrúa. Grétar hefur unnið mikilvægt starf fyrir Aftureldingu um árabil og var um tíma formaður meistaraflokksráð kvenna í blaki. …