Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 6. maí næstkomandi kl.20.00 í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera …
Fyrirhugað fimleika-mótahaldi frestað
Bikarmót sem átti að fara fram í Aftureldingu um næstu helgi hefur verið frestað. Fimleikaæfingar verða í boði.
Gull á Bikarmóti í Stjörnunni
Mikið erum við stolt af strákunum okkar sem unnu gull á Bikarmótinu í hópfimleikum sem fram fór áðan í Stjörnunni og duglegu þjálfurum þeirra 🥳 Til hamingju! Af þessu tilefni langar okkur að bjóða öllum drengjum að mæta á ókeypis opna fimleikaæfingu í Aftureldingu laugardaginn 4. apríl frá 12.30 til 14.00. Allir velkomnir. Láttu sjá þig. P.s. stúlkurnar okkar í 1. …
Íþróttafjör í vetrarfríinu
Fimleikadeild Aftureldingar mun bjóða upp á íþróttafjör í vetrarfríinu fyrir öll börn í 1. til 5. bekkur (6-11 ára) Dagsetningar: Mánudaginn 2. mars kl. 9:00-12:00 Þriðjudaginn 3. mars kl. 9:00-12:00 Verð er 2900 kr. hver dagur Báðir dagarnir á 5.500 krónur Einnig er hægt að kaupa gæslu frá 8:00-9:00 og 12:00 til 13:00 og greiðist þá aukalega 950 krónur á …
Landsliðsstrákar hafa opna æfingu fyrir alla stráka fædda 2005-2011 í Gerplu
Landsliðsstrákarnir ætla að hafa opna æfingu fyrir alla stráka fædda 2005-2011 í Gerplu Vatnenda þann 18. janúar klukkan 13:30- 16:30. Endilega mætið og prófið.
Dansfimleikaþjálfari óskast
Fimleikadeild Aftureldingar óskar eftir þjálfara til að hefja störf sem fyrst. Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi til að þjálfa dans fyrir stúlkur í 4. og 5. flokki (fædd 2009 og 2010). Viðkomandi þarf að hafa ástríðu fyrir fimleikum og ánægju af því að vinna með börnum og ungu fólki. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá eða fyrirspurnir á fimleikar@afturelding.is. Nánari …
Nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar
Selma Birna Úlfarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri fimleikadeildar Aftureldingar. Hún hefur starfað í tæp 20 ár sem þjálfari og unnið að ýmsu tengdu þjálfun, kennslu og stjórnun. Hún hefur lokið BSc í íþróttafræði og er í MBA námi (master í viðskiptum og stjórnun) við Háskólann í Reykjavík „Það er mér mikill heiður að koma aftur til starfa hjá Fimleikadeild …
Skráning á vorönn 2020
Skráning í alla hópa á vorönn 2020 er opin inná www.afturelding.felog.is Mjög mikilvægt er að skrá rétt tölvupóstfang og símanúmer í persónuupplýsingar inná skráningasvæðinu. Skráning fer fram rafrænt inná afturelding.felog.is og hefst svo ný önn 7.janúar 2020 Gleðilega hátið:)
Happdrætti – vinningsnúmer
Nú hefur verið dregið í happdrætti 2. og 3.flokks og eru vinningsnúmerin hér fyrir neðan. Haft verður samband við vinningshafa og vinningar keyrðir heim til þeirra. Við þökkum góðar viðtökur og gaman að segja frá því að svona rafrænt happdrætti virkaði alveg ótrúlega vel. Takk fyrir stuðninginn og gleðileg jól. Grillmarkaðurinn – Gjafabréf 504 Fiskmarkaðurinn – Gjafabréf 47 Sporthúsið …