Umsóknir í sjóði – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að síðari úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu.

Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar.

Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is

Þetta er seinni úthlutun af tveimur en sú fyrri fór fram í janúar á þessu ári.

 

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til keppnis- eða æfingaferða á vegum Aftureldingar.

Styrkir til einstaklinga vegna sérstakra aðstæðna geta tekið yfir æfingagjöld og annan kostnað við þátttöku í íþróttinni.

Umsókn um styrk í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur má finna á heimasíðu Aftureldingar,    https://afturelding.is/afturelding/minningarsjodur/

Einnig má finna eyðublað hér: Umsóknarblað

Afreks- og styrktarskóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Tilgangur sjóðsins eru þríþættir:

  1.        Veita afreksfólki í deildum innan Aftureldingar styrk vegna æfingar og/eða keppni og búa þeim sem bestu aðstöðu til að stundaíþrótt sína
  2.            Veita styrk til þess íþróttafólks sem valið er til æfinga eða keppni með landsliði innan sérsambanda ÍSÍ
  3. Veita þjálfurum og leiðbeinendum sem starfa á vegum Aftureldingar styrk til að sækja viðurkennd þjálfaranámskeið og/eða aðra menntun sem eflir þá í starfi.

Umsókn um styrk í Afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar og Mosfellsbæjar má finna á heimasíðu Aftureldingar,                                     https://afturelding.is/afturelding/afreks-og-styrktarsjodur/

Einnig má finna eyðublað hér: Umsóknarblað afrekssjóður

Tekið er við umsóknum til og með 5. júlí.

Seinni úthlutun ársins 2021 verður þann 9. júlí.