Opnum fundi frestað

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Opnum fundi um aðstöðumál Aftureldingar sem vera átti á morgun, miðvikudag 23. nóvember hefur verið frestað.

Í kjölfar fundar formanna Aftureldingar með fulltrúum meirihlutans í Mosfellsbæ í gær samþykktu formenn félagsins að fresta íbúafundinum fram í febrúar.

Það er gert til að veita meirihlutanum aukið svigrúm til að fullmóta og leggja fram ásættanlega tillögu að brýnum úrbótum í aðstöðumálum Aftureldingar á kjörtímabilinu.

Þessar tillögur verða kynntar á íbúafundi í febrúar sem verður auglýstur þegar nær dregur.

 

Aðalstjórn Aftureldingar