Fimmtán einstaklingar sóttu um starf verkefnastjóra hjá Aftureldingu sem auglýst var.
Að loknu auglýsingaferli ákvað aðalstjórn, eftir að umsóknir höfðu verið yfirfarnar og viðtöl tekin, að ráða Konráð Olavsson í starfið. Konráð er með MSC í fjármálastjórnun frá Árósarháskóla og BS í viðskiptum frá Háskóla Reykjavíkur. Konráð hefur góða starfsreynslu en hann hefur m.a. unnið við fjármál og markaðsmál í Noregi, hjá Marel og Morgunblaðinu. Konráð þekkir auk þess starf íþróttahreyfingarinnar mjög vel bæði sem þjálfari og leikmaður. – Við bjóðum Konráð velkominn til starfa á skrifstofu Aftureldingar.
Stjórn Aftureldingar.