Verkefnastjóri Aftureldingar ráðinn

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Fimmtán einstaklingar sóttu um starf verkefnastjóra hjá Aftureldingu sem auglýst var.
Að loknu auglýsingaferli ákvað aðalstjórn, eftir að umsóknir höfðu verið yfirfarnar og viðtöl tekin, að ráða Konráð Olavsson í starfið.  Konráð er með MSC í fjármálastjórnun frá Árósarháskóla og BS í viðskiptum frá Háskóla Reykjavíkur. Konráð hefur góða starfsreynslu en hann hefur m.a. unnið við fjármál og markaðsmál í Noregi, hjá Marel og Morgunblaðinu. Konráð þekkir auk þess starf íþróttahreyfingarinnar mjög vel bæði sem þjálfari og leikmaður. – Við bjóðum Konráð velkominn til starfa á skrifstofu Aftureldingar.
Stjórn Aftureldingar.