Niðurstöður úr kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar voru tilkynnt í gær, þann 18 janúar við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Það var ljóst frá upphafi að valið yrði erfitt og spennandi en 23 einstaklingar voru tilnefndir fyrir tvo titla. Fyrir árið 2017 voru tilnefndar 13 íþróttakonur frá sjö íþróttafélögu og tíu iþróttakarlar frá sex íþróttafélögum.
Hlutskörpustu konurnar voru þær María Guðrún Sveinbjörnsdóttir frá taekwondo-deild Aftueldingar, Marta Carrasco fyrir dansíþróttir, og Thelma Dögg Grétarsdótir frá blakdeild Aftureldingar. Hlutskörpustu karlarnir voru Arnar Bragason frá taekwondo-deild Aftureldingar, Reynir Örn Pálmarson frá Hestamannafélagi Harðar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen úr frjálsíþróttadeild Aftureldingar.
Í ár var það Aftureldingarfólk sem hlaut bæði titil íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar. En það voru þau Thelma Dögg Grétarsdóttir og Guðmundur Ágúst Thoroddsen. Bæði eru þau ákaflega vel að tiltlunum komin, en þau hlutu einni nafnbótina íþróttakona- og karl Aftureldingar á dögunum.
Thelma Dögg er fyrsti atvinnumaður sem Afturelding eignast í blaki en hún samdi í haust við lið VBC Galina frá Lichtenstein sem spilar í efstu deildinni í Sviss. Thelma er ein af stigahærri leikmönnum liðsins VBC Galina.
Árið 2017 var viðburðaríkt fyrir Thelmu en hún var hluti af liði Aftureldingar sem varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti í Mizuno-deild kvenna. Thelma er byrjunarliðsmaður og lykilmanneskja í íslenska landsliðinu, en hún var bæði stigahæst og valin mikilvægasti leikmaðurinn á Pasqua Challenge á Ítaliu sem íslenska landsliði sigraði. Thelma var í útnefnd blakkona ársins 2017 af Blaksambandi Íslands.
Guðmundur Ágúst er fremsti spretthlaupari hér á landi í ungkarlaflokki. Hann mikil fyrirmynd allra íþróttamanna, vel skipulagður, rólegur og þolinmóður. Árangur hans á árinu er meðal annars:
Íslandsmeistari innanhús 20-21 ára í 60m og 200 m hlaupi sem og Íslandsmeistari í 100m, 200m og 400m hlaupi utanhús