Aðalfundur Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ  í gær, 29 apríl 2021.  Hafsteinn Pálsson var fundarstjóri  og Kristrún Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Aftureldingar var ritari.

Auk hefðbundinna fundarstarfa kynntu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Birna Kristín formaður Aftureldingar skýrslu sem Efla vann í samstarfi við bæinn og íþróttafélagið um framtíðarsýn íþróttasvæðisins. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að þjónustu- og aðkomubygging er mest aðkallandi, sem innifelur búningsklefa, gestamóttaka og félagsaðstaða. Í annan stað er lagt til að efla knattspyrnusvæðið í heild sinni, með fjölgun valla, stúkubyggingu ofl.  Viðhald á núverandi húsnæði er einnig brýnt, sturtur í búningsklefa fimleikadeilda og auk viðhald á öðrum búningsklefum hússins.

Engar heiðursviðurkenningar voru gefnar í ár vegna ástandsins.

Hlynur Chadwick Guðmundsson fyrrum þjálfari í frjálsíþróttadeild Aftureldingar var þó heiðraður þar sem hann sem hann lét af störfum hjá Aftureldingu fyrr á árinu.  Hlynur á langa sögu sem þjálfari hjá Aftureldingu

 

 

 

 

 

Birna Kristín Jónsdóttir formaður bauð sig áfram fram til formanns og er því sjálfkjörin til eins árs.  Auk hennar í stjórn sitja áfram Sigurður Rúnar Guðmundsson gjaldkeri, Erla Edvarsdóttir, Geirarður Long, Gunnar Skúli Guðjónsson, Lára Berglind Helgadóttir og Reynir Ingi Árnason.