Við viljum vekja athygli á nýjum fundartíma fyrir aðalfund Aftureldingar en hann fer fram í Hlégarði, þriðjudaginn 9. júní en upprunaleg dagsetning var 2. júní. Fundurinn hefst kl. 18.00 og verður boðið upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur.
Dagskrá aðalfundar 2020:
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Ársskýrsla formanns
- Ársreikningur 2019
- Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2020
- Lagabreytingar (sjá tillögur neðar)
- Heiðursviðurkenningar
- Kosningar:
- Kosning formanns
- Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar
- Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda
- Önnur mál og ávarp gesta
- Fundarslit
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt í að gera gott félag enn betra.
Tillögur að lagabreytingum eru eftirfarandi:
7. grein.
Aðalfundur félagsins, fundartími og boðun.
Aðalfundur félagsins skal haldinn á tímabilinu 15. mars til 15. apríl ár hvert. Fundarboð skal auglýsa opinberlega með fjögurra vikna fyrirvara. Frestur til að leggja inn framboð til stjórnarsetu og tillögur að lagabreytingum skal vera innan tveggja vikna frá dagsetningu aðalfundarboðs. Framboðum og tillögum skal skila á skrifstofu félagsins. Aðalfundurinn telst lögmætur, ef löglega er til hans boðað.
Verður
Aðalfundur félagsins, fundartími og boðun.
Aðalfundur félagsins skal haldinn á tímabilinu 15. mars til 15. apríl ár hvert. Fundarboð skal auglýsa opinberlega með tveggja vikna fyrirvara. Frestur til að leggja inn framboð til stjórnarsetu og tillögur að lagabreytingum skal vera innan viku frá dagsetningu aðalfundarboðs. Framboðum og tillögum skal skila til framkvæmdastjóra á skrifstofu félagsins. Aðalfundurinn telst lögmætur, ef löglega er til hans boðað.
16. grein.
Deildir.
Hver deild skal hafa stjórn og starfa samkvæmt sérstakri reglugerð sem samþykkt er af aðalstjórn félagsins. Einungis er keppt í greinum samþykktra deilda. Í hverri deild skal skrá í sérstaka bók úrslit kappleikja og annað markvert sem fram fer innan deildarinnar. Í lok hvers starfsárs skal stjórn deildar gera samantekt um hið markverðasta sem síðan skal tekið inn í sameiginlega ársskýrslu félagsins.
Verður
Deildir.
Hver deild skal hafa stjórn og starfa samkvæmt sérstakri reglugerð sem samþykkt er af aðalstjórn félagsins. Einungis er keppt í greinum samþykktra deilda. Í lok hvers starfsárs skal stjórn deildar gera samantekt um hið markverðasta sem síðan skal tekið inn í sameiginlega ársskýrslu félagsins.
18. grein.
Fjárhagur deilda.
4. Bókhald allra deilda skal vera í höndum aðalstjórnar. Deildir skulu skila af sér öllum reikningum fyrir 7. næsta mánaðar og skal bókhald vera fært og uppgert á samræmdu formi viku síðar. Þannig skal vera hægt að fá stöðu hverrar deildar svo til í rauntíma auk þess sem staða félagsins er alltaf skýr
Verður
4. Bókhald allra deilda skal vera í höndum aðalstjórnar.
19. grein.
Fjáraflanir.
Tilkynna skal fjáraflanir til aðalstjórnar áður en þær hefjast. Aðalstjórn heldur skrá yfir allar fjáraflanir á vegum félagsins og leitast við að samræma þær. Samþykki aðalstjórnar þarf fyrir nýrri fjáröflun.
Verður
Fjáraflanir.
Tilkynna skal fjáraflanir til íþróttafulltrúa félagsins áður en þær hefjast. Íþróttafulltrúi heldur skrá yfir allar fjáraflanir á vegum félagsins og leitast við að samræma þær.