Ánægjuvogin 2022: Mikilvægt að íþróttir séu fyrir alla

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Tekið af vef UMFI.is
„Andleg og líkamleg heilsa er betri hjá þeim sem stunda íþróttir. Það er mikilvægt að upplýsa alla um það og koma því á framfæri,“ segir Mar­grét Lilja Guðmunds­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Rann­sókn­um og greiningu og kenn­ari við íþrótta­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík.

Besta forvörnin að æfa með íþróttafélagi

Margrét Lilja sagði áskoranir talsverðar. En niðurstöður könnunarinnar sýni að mikilvægt er að halda börnum í íþróttum, hampa fyrirmyndum og gæta þess að íþróttir séu fyrir alla því yfirgnæfandi meirihluti iðkenda er ánægður með íþróttafélagið sitt, þjálfara sinn, æfingaaðstöðuna og upplifir gott félagslíf með liði sínu.

Eins þurfi að ná til þeirra sem ekki eru í íþróttastarfi, því sýnt hafi verið fram á að þeim börnum og ungmennum sem stunda íþróttir í skipulögðu starfi líður betur en hinum auk þess sem þau eru mun ólík­legri til að nota vímu­efni, nikó­tín eða orku­drykki.

Nú í ár var tekin ákvörðun um að gefa skýrslur Ánægjuvogarinnar út eftir skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi í stað þess að gefa út skýrslu fyrir hvert íþróttahérað fyrir sig. Þannig er hægt að skoða niðurstöður Ánægjuvogarinnar í samanburði við lýðheilsuvísa embættis landlæknis.  Að auki fær hvert félag með fleiri en 15 iðkendur úr áður greindum árgöngum sérstakt blað með lykiltölum fyrir félagið.

Við hjá Aftureldingu getum verið ákaflega stolt af okkar félagið og okkar þjálfurum eftir krefjandi ár. Ánægjuvogin 2022 sýnir að okkar iðkendur eru ánægð í leik og starfi. Við lögðum mikla áherslu á að vera í góðum samskiptum við iðkendur þó að það væri allt saman lokað og ekki hægt að hittast til æfinga.  Samkvæmt Ánægjuvoginn gekk það heldur betur vel.
En er verk er að vinna þegar kemur að heilsu iðkendanna okkar – þarf þurfa allir að taka höndum saman; félag, bær, foreldrar, vinir og aðrar fyrirmyndir.