Nú er tímabil vetraríþrótta liðið og boltinn farinn að rúlla í knattspyrnunni. Við hvetjum alla til að standa saman og mæta á leiki Aftureldingar í sumar í Pepsi-deild kvenna og 2. deild karla og ótral fjölliðamótum sumarsins í yngri flokkum á Tungubökkum. Munið sumarnámskeiðin sem nú er verið að skrá í, frjálsíþróttaæfingar úti og fleira fjör. Liverpoolskólinn er að verða uppbókaður og örfá sæti laus þannig að það verður gaman saman í sumar.
Áfram Afturelding.
