Íþróttahúsið að Varmá er stórt hús þar sem margir koma að, iðkendur, þjálfara, forráðamenn og aðrir. Vegna fjöda Covid19 tilfella undanfarna daga viljum við biðja forráðamenn að reyna að komast hjá því að fara inn í íþróttahúsið eins og kostur er.
Deildirnar hafa unnið vel að því að sækja iðkendur og skila þeim fram í anddyri að æfingum loknum.
Uppfært 22.9.2020
Mosfellsbær hefur nú hert á reglurnar í íþróttamannvirkjum sínum vegna COVID19 og biðjum við foreldra að virða eftirfarandi leiðbeiningar:
- Öll ungmenni og fullorðnir (2005 og eldra) koma tilbúin á æfingar.
- Foreldrar og forráðarmenn koma ekki inn í hús nema í algjörum undantekningartilfellum (undantekningar eru þá t.d. ef fylgja þarf barni alla leið vegna ýmsa sérstakra ástæðna), þjálfarar koma fram í andyri og sækja börnin, er þetta hugsað til að lágmarka smithættu.
- Í fimleikatímum leikskólabarna sé sama skipulag, tekið sé á móti börnum í andyri og foreldrar komi ekki inn í hús. Sama á við um yngstu flokkana í hinum íþróttagreinunum t.d. 8.fl. knattspyrna, handbolti
Ofangreindar reglur gilda frá 23.9.2020 – 30.9.2020
Við minnum svo á orð Þórólfs sóttvarnarlæknis um að þeir sem finna til einkenna eiga að vera heima hjá sér. Við biðjum iðkendur og forráðamenn að virða það.