Veðurviðvörun

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Góðan daginn,
Nú á að ganga yfir veður viðvörun þegar fyrstu æfingar dagsins eru í gangi.
Þjálfarar taka á móti krökkunum sem koma með frístundarútunni, en við biðjum foreldra að koma inn og sækja börnin eftir æfingar. Ekki láta þau hlaupa ein yfir klakann sem myndast fyrir utan húsið.
Athugið, við fellum ekki niður æfingar vegna veðurs, en við biðjum foreldra að meta það hvort þau sendi börnin af stað.
Þjálfarar hugsa ekki um mætingu í svona veðrum.