UMFÍ hefur tekið saman mjög góðar upplýsingar í tengslum við áhrif samkomubanns á íþróttir og íþróttamannvirki. Mikilvægt er að hafa í huga að sömu reglur gilda um íþróttaiðkun bæði inni og úti þ.e.a.s að allt skipulagt íþróttastarf fellur niður á meðan samkomubann er í gildi.
Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til þess lesa viðbrögð UMFÍ við COVID, þau má finna hér.
Einnig viljum við hvetja forráðamenn að upplýsa börnin sín um reglur íþróttasvæðanna í Mosfellsbæ. Nú þegar hafa verið settar upp merkingar við stærri íþróttavelli eins og niður á Varmá þar sem bent er á samkomubann og stærð hópa.