Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2023

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skemmtilegasti viðburður ársins var haldinn í gærkvöldið í Hlégarði þgar kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar. Fjöldi annarra viðurkenninga var veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum.

Undanfarnar tvær vikur  höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem kemst að niðurstöðu. Í nefndinni sitja Geirarður Long fyrir hönd Aðalstjórnar, Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar

Í ár voru eftirtaldir tilnefndir til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar fyrir árið 2023.

Blak:
Thelma Dögg Grétarsdóttir
Atli Fannar Pétursson
Fimleikar:
Embla María Jónsdóttir
Ármann Sigurhólm Larsen
Handbolti:
Katrín Helga Davíðsdóttir
Þorsteinn Leó Gunnarsson
Karate:
Eva Jónína Daníelsdóttir
Þórður Jökull Henrysson
Knattspyrna:
Hlín Heiðarsdóttir
Elmar Kári Enesson Cogic
Sund:
Ásdís Gunnarsdóttir
Taekwondo:
Aþena Rán Stefánsdóttir
Wiktor Sobczynski

Íþróttakona Aftureldingar 2023 er Katrín Helga Davíðsdóttir handboltakona

Katrín Helga hefur æft og spilað handbolta með Aftureldingu allt frá 7. flokki og með meistaraflokki frá unglingsaldri.

Hún hefur leikið stórt hlutverk í uppbyggingu liðsins síðustu ár, þar sem aðal markmiðið er að festa það í sessi í efstu deild.

Katrín Helga er ósérhlífin og metnaðarfullur leikmaður sem leggur sig alltaf alla fram, bæði í mótlæti og meðbyr. Hún mætir 100% í öll verkefni, styður samherja og mætir mótherjum af háttvísi og er því góð fyrirmynd, innan liðsins og félagsins.

Síðast liðið vor fékk Katrín Helga viðurkenninguna Mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna og þá sinnir hún einnig þjálfun hjá Aftureldingu og er nú í vetur með fjölmennan hóp stelpna í 5. flokki.

Íþróttamaður Aftureldingar 2023 er Þorsteinn Leó Gunnarsson handboltamaður

Þorsteinn Leó er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur spilað allan sinn feril hér í Mosfellsbæ.

Þorsteinn Leó spilaði stórt hlutverk þegar mfl. karla varð bikarmeistari í mars á þessu ári. Þetta var fyrsti titill hjá handboltanum á þessari öld. Hann var einnig lykilmaður liðsins í úrslitakeppninni þar sem liðið datt út í undan úrslitum eftir mikla dramatík.

Mynd: Raggi Óla

Hann var valinn í A-landslið karla á árinu og lék samtals 3 leiki með liðinu. Á dögunum skrifaði hann undir samning við Portó og mun hann leika með þeim á næsta tímabili

 

 

 

 

 

 

 

Aðrar viðurkenningar sem voru veittar

Vinnuþjarkur Aftureldingar 2023: Raggi Óla

Starfsbikar UMFÍ: Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar

Hópabikar UMSK: Meistaraflokkur karla, handknattleiksdeild

Hvatabikar aðalstjórnar: Meistaraflokksráð karla, handknattleiksdeild

Sérstakar þakkir: Malbikstöðin

Þjálfarar ársins: Magnús Már Einarsson og Enes Cogic. Meistaraflokkur kk, knattspyrna

Sérstakar þakkir: Einar Ingi Hrafnsson handknattleiksdeild

Afrek ársins: Þjálfarateymi meistaraflokks kk í handknattleik