Íþróttaskóli barnanna

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþróttaskóla barnanna frestað um óákveðin tíma.

Á facebook síðu skólans segir: „Ástæður eru m.a. þær að skv. almannavörnum má ég ekki taka nema 20 fullorðna inn í salinn (hélt að ég mætti vera með 50 fullorðna). Það þýðir að það komast ekki nema 16 – 17 börn í hvern hóp. Hóparnir fylltust alveg strax og nú stend ég frammi fyrir því að neita miklum fjölda barna og foreldra að vera með. Mér þykir óskaplega leiðinlegt þegar vinir og vinkonur geta ekki verið saman, sumir komast að en aðrir ekki. Mér skilst að nýtt vinnuskjal verði gefið út í kringum 17.febrúar og hver veit nema við getum frekað byrjað þá og tekið fleiri börn inn á námskeiðið.

Ég set inn tilkynningu á FB síðu skólans, þriðjudaginn 19.jan. En eins og áður sagði þá eru meiri líkur en minni að skólinn byrji ekki laugardaginn 23.jan.
Með kærri kveðju
Svava Ýr“