Afturelding hélt starfsdag þjálfara í fjórða sinn (hefði átt að vera það fimmta) í gærkvöldi. Rúmlega 100 þjálfarar voru mættir í FMos og hlýddu á fræðandi og eflandi erindi. Í ár fengum við í heimsókn þau Margréti Láru knattspyrnukonu, klíniskan sálfræðing og fótboltamömmu og Viðar Halldórsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Einnig voru þau Birna Kristín formaður Aftureldingar og Gunnar Magnússon handknattleiksþjálfari karlaliðsins okkar í Aftureldingu með erindi.
Markmið með þessum kvöldum er að efla þjálfarana okkar og félagið. Í gær fengum við fróðleik um leiðtoga, leiðtogahæfni og menningu íþróttafélaga svo stiklað sé á stóru.
Kvöldið var vel heppnað og við hjá Aftureldingu erum ákaflega stolt af stórum hóp glæsilegra og metnaðarfullra þjálfara. Við erum strax farin að hlakka til næsta starfdags.
Áfram Afturelding