Nú fer að líða að síðari úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu.
Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar.
Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is
Þetta er seinni úthlutun af tveimur en sú fyrri fór fram í janúar á þessu ári.
Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til keppnis- eða æfingaferða á vegum Aftureldingar.
Styrkir til einstaklinga vegna sérstakra aðstæðna geta tekið yfir æfingagjöld og annan kostnað við þátttöku í íþróttinni.
Umsókn um styrk í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur má finna á heimasíðu Aftureldingar, https://afturelding.is/afturelding/minningarsjodur/
Einnig má finna eyðublað hér: Umsóknarblað
Afreks- og styrktarskóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar
Tilgangur sjóðsins eru þríþættir:
- Veita afreksfólki í deildum innan Aftureldingar styrk vegna æfingar og/eða keppni og búa þeim sem bestu aðstöðu til að stundaíþrótt sína
- Veita styrk til þess íþróttafólks sem valið er til æfinga eða keppni með landsliði innan sérsambanda ÍSÍ
- Veita þjálfurum og leiðbeinendum sem starfa á vegum Aftureldingar styrk til að sækja viðurkennd þjálfaranámskeið og/eða aðra menntun sem eflir þá í starfi.
Umsókn um styrk í Afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar og Mosfellsbæjar má finna á heimasíðu Aftureldingar, https://afturelding.is/afturelding/afreks-og-styrktarsjodur/
Einnig má finna eyðublað hér: Umsóknarblað afrekssjóður
Tekið er við umsóknum til og með 5. júlí.
Seinni úthlutun ársins 2021 verður þann 9. júlí.