Fimmtudagskvöldið 5. mars mætast Afturelding og Stjarnan í undanúrslitum í CocaCola-bikarnum í handbolta. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sem er leikinn tveimur dögum síðar. Leikurinn hefst kl. 20:30. Upphitun hefst á Barion kl. 18.00 verða frábær tilboð á mat og drykk fram að leik. Rútuferðir verða fyrir stuðningsmenn frá Barion kl. 19:30 og svo aftur tilbaka í Mosfellsbæ að leik loknum. …
Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar verður 11.mars
Fundurinn verður haldin í vallarhúsinu að Varmá og allir velkomnir. Við hvetjum iðkendur og foreldra til að mæta og hafa áhrif á starfssemi deildarinnar.
Afturelding endurnýjar samstarf við Bónus
Bónus verður áfram einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Aftureldingar líkt og undanfarin ár. Í morgun var undirritaður nýr samningur þess efnis í nýrri verslun Bónus í Bjarkarholti og mun Bónus áfram styrkja meistaraflokk karla með myndarlegum hætti. „Samstarfið með Bónus hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Aftureldingu og mjög ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, …
Frábær sigur Aftureldingar á Íslands-deildar og bikarmeisturum KA
Afturelding tók á móti þreföldum meisturum KA í átta liða úrslitunum í Kjörísbikar kvenna í kvöld. Lvar að þetta yrði hörkuleikur því þessi lið hafa verið með þó nokkra yfirburði í deildinni í vetur. Aftureldingarstelpurnar voru mjög öflugar og voru þær María Rún Karlsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir stigahæstar í leiknum og í liði Aftureldingar. Stelpurnar unnu leikinn 3-0 og …
STÓR -leikur í 8 liða úrslitum Kjörísbikars kvenna.
Afturelding tekur á móti Íslands-deildar og bikarmeisturum KA í 8 liða úrslitum Kjöríssbikars kvenna á morgun, miðvikudag, kl 19:30 Nú þurfa ALLIR að mæta og styðja stelpurnar áfram í bikarnum. KA er efst í deildinni og Afturelding fylgir fast á eftir og hafa þessi 2 lið borið höfuð og herðar yfir önnur lið á Íslandsmótinu í vetur. Koma svo – …
Afturelding auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Starfið felur í sér samstarf við félagsmenn, styrktaraðila, starfsfólk Mosfellsbæjar, annarra íþróttafélaga og hagsmunasamtaka þeirra. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga sem hefur áhuga á íþróttastarfi og er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Starfssvið Ábyrgð …
Evrópumeistaramót 2020 – U21, junior og cadet
Landslið Íslands í karate tók þátt í Evrópumeistaramóti ungmenna í karate sem haldið var í Ungverjalandi 7.-9. febrúar 2020. Alls tóku 7 íslenskir keppendur þátt og voru þau Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu valin til þátttöku. Hver þjóð má senda einn keppanda til þátttöku í hverjum flokki og því er það frábær árangur hjá unga keppnisfólkinu okkar …
Íþróttafjör í vetrarfríinu
Fimleikadeild Aftureldingar mun bjóða upp á íþróttafjör í vetrarfríinu fyrir öll börn í 1. til 5. bekkur (6-11 ára) Dagsetningar: Mánudaginn 2. mars kl. 9:00-12:00 Þriðjudaginn 3. mars kl. 9:00-12:00 Verð er 2900 kr. hver dagur Báðir dagarnir á 5.500 krónur Einnig er hægt að kaupa gæslu frá 8:00-9:00 og 12:00 til 13:00 og greiðist þá aukalega 950 krónur á …
Aðalfundur Aftureldingar 2020
Aðalfundur Aftureldingar fer fram í Hlégarði, fimmtudaginn 16. apríl. Fundurinn hefst kl. 18.00 og verður boðið upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. Dagskrá aðalfundar 2020 Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársskýrsla formanns Ársreikningur 2019 Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2020 Lagabreytingar Heiðursviðurkenningar Kosningar: Kosning formanns Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda …










