Æfingatafla vetrarins 2019-2020

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Æfingatafla vetrarins fyrir yngstu iðkendurnar okkar eru tilbúin. Tafla fyrir 2. og 3. flokk karla kemur inn á næstu dögum.  Opnað verður fyri skráningar á næstu dögum. Nýtt æfingarhús verður tekið í notkun í október – þanngað til fara allar æfingar fram úti. Frekari upplýsingar má nálgasta hjá Bjarka yfirþjálfara eða Hönnu Björk Íþróttafulltrúa, hannabjork@afturelding.is 

Andrea Daidzic til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Hin 24 ára gamla handknattleikskona, Andrea Daidzic, hefur skrifað undir samning við kvennalið Aftureldingar fyrir komandi átök í Olísdeildinni. Andrea er króatískur línumaður sem spilaði síðustu tímabil með Osijek í heimalandinu. „UMFA fjölskyldan er gríðarlega ánægð með ákvörðun Andreu að leika með liðinu í vetur og býður hana hjartanlega velkomna í Mosó,“ segir Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeildarinnar.

Atli Eðvaldsson fallinn frá

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Fyrrum þjálfari Aftureldingar, Atli Eðvaldsson, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við krabbamein, 62 ára að aldri.  Atli þjálfaði karlalið Aftureldingar tímabilið 2014 í 2. deild karla. Hann spilaði 70 leiki fyrir íslenska landsliðið og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK. Hann lék með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRu Düsseldorf …

Kristín Fríða og Regína Lind eru áfram með Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir, Óflokkað

Kristín Fríða Sigurborgardóttir og Regína Lind Guðmundsdóttir skrifuðu báðar undir samning við Blakdeild Aftureldingar. Báðar eru þær búnar að vera í Aftureldingu og spila með upp alla yngri flokkana. Kristín Fríða hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum U-liða Íslands og báðar voru þær með á síðustu leiktíð þegar kvennaliðið vann til bronsverðlauna á Íslandsmótinu.

Vetrarstarf Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Æfingatöflur haustannar 2019 eru tilbúnar og búið er að opna fyrir skráningar. Smelltu hér til að skrá iðkanda. Forráðamenn eru beðnir um að passa að fara yfir og hafa allar upplýsingar inni í skráningakerfinu réttar. Nóra er skráningakerfi sem einnig aðstoðar okkur að ná í foreldra og forráðamenn fljótt og örugglega ef þarf, mikilvægt er því að hafa rétt símanúmer …

Dagskrá Aftureldingar í bæjarhátíðinni – Í Túninu heima

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst – 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Afturelding tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni eins og undanfarin ár. Afturelding þjófstartar bæjarhátíðinni í dag með því …

Ólafur Örn framlengir samninginn

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Ólafur Örn Thoroddsen hefur framlengt  samning sinn við Aftureldingu .  Ólafur Örn hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokkana ásamt því að spila með meistaraflokki félagsins og í unglingaiði félagsins í 1.deild karla.  Ólafur var valin efnilegasti leikmaðurinn Mizunodeild karla efitr leiktíðina 2016-2017. Hann hefur einnig spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og hefur verið valin í æfingahóp hjá …

Afturelding sigraði á Opna Norðlenska

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Undirbúningur fyrir Olísdeild kvenna er í fullum gangi og um síðustu helgi fór fram Opna Norðlenska mótið fram hjá Þórs/KA á Akureyri. Okkar stelpur í Aftureldingu gerðu sér lítið fyrir og fögnuðu sigri í mótinu. Afturelding vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik, 14-18 og vann svo frábæran sigur á gestgjöfum Þórs/KA, 25-26. Þrátt fyrir tap gegn HK í …

Sundæfingar hefjast að nýju

Sunddeild AftureldingarSund

Þá er aftur komið haust og skólar og tómstundir að hefja göngu sína á ný. Æfingar hjá sunddeildinni hefjast mánudaginn 2. september. Höfrungar, Brons-, Silfur- og Gullhópar verða allir á sínum stað, auk þess sem sundskóli fyrir 4-6 ára börn og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna halda áfram, ef nægilegur áhugi er fyrir hendi. Í þetta sinn ætlum við líka að prófa …

Quentin Moore skrifar undir samning við Blakdeild Aftureldingar

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Quentin Moore er Bandaríkjamaður frá  Richmond í Virginafylki og hefur hann skrifað undir samning við Blakdeild Aftureldingar. Quentin verður aðstoðarþjálfari karlaliðs Aftureldingar og mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka félagsins. Quentin er Íslendingum kunnur því hann spilaði blak með meistaraflokki KA leiktíðina 20017-2018  og vann með þeim alla titla sem hægt  var …