Spænski miðjumaðurinn Alejandro Zambrano hefur samið við Aftureldingu um að leika með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar. Hinn 28 ára gamli Alejandro spilaði með Aftureldingu lokakaflann á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að forðast fall og enda í 8. sæti í Inkasso-deildinni. Alejandro hefur lengst af á ferli sínum spilað með uppeldisfélaginu Recreativo Huelva. Alejandro spilaði með Recreativo í næstefstu …
Afturelding með 6 í kvennalandsliðinu og 3 í karlalandsliðinu á NOVOTEL CUP
Landsliðsþjálfarar bæði karla og kvenna hafa valið lokahóp sinn sem tekur þátt í NOVOTEL CUP í Luxemborg dagana 3.-5. janúar 2020. Liðin hafa æft undanfarna daga og voru lokahóparnir gefnir út í dag. Kvennalandsliðið er ungt að árum með reynslubolta í fararbroddi en alls eru 5 leikmenn að spila sinn fyrsta A landsleik í mótinu. Borja og Valal sem þjálfa …
Ísfugl heiðrað fyrir stuðning við Aftureldingu
Á uppskeruhátíð Aftureldingar sem fram fór í Hlégarði þann 27. desember sl. var fyrirtækið Ísfugl heiðrað fyrir stuðning sinn við Afturelding. Skapast hefur hefð fyrir því undanfarin ár að heiðra styrktaraðila og/eða velunnara fyrir sitt framlag til Aftureldingar á undanförnum árum á uppskeruhátíðinni. Í ár var Ísfugl fyrir valinu. Fyrirtækið hefur staðið þétt að baki Aftureldingar á undanförnum árum og …
Silfur hjá strákunum í 5. flokki í Gautaborg
5. flokkur karla í handbolta hjá Aftureldingu tók þátt í hinu sterka móti Norden Cup sem lauk í dag. Afturelding stóð sig frábærlega í mótinu og hafnaði í 2. sæti í mótinu eftir tap í úrslitaleik gegn Team Favrskov Håndbold frá Danmörku. Afturelding fékk boð í mótið sem Íslandsmeistari í 5. flokki og mótið því geysilega sterkt. Hafn Guðmundsson og Aron …
Þóra María og Þórður Jökull eru íþróttafólk Aftureldingar 2019
Uppskeruhátíð Aftureldingar fyrir árið 2019 fór fram í Hlégarði í kvöld, 27. desember. Veittar voru fjölmargar viðurkenningar og íþróttafólk Aftureldingar útnefnt. Þóra María Sigurjónsdóttir, handbolti og Þórður Jökull Henrysson voru útnefnd íþróttafólk Aftureldingar fyrir árið 2019. Bæði áttu þau frábært ár í sínum íþróttagreinum. Þóra María Sigurjónsdóttir, handbolti: Þóra María var valin best og besti varnarmaður í Grill66 deildinni tímabilið …
Skráning á vorönn 2020
Skráning í alla hópa á vorönn 2020 er opin inná www.afturelding.felog.is Mjög mikilvægt er að skrá rétt tölvupóstfang og símanúmer í persónuupplýsingar inná skráningasvæðinu. Skráning fer fram rafrænt inná afturelding.felog.is og hefst svo ný önn 7.janúar 2020 Gleðilega hátið:)
Íþróttafólk Aftureldingar valið í kvöld
Afturelding mun útnefna íþróttafólk félagsins fyrir árið 2019 á árlegri uppskeruhátíð sem fram fer í Hlégarði í kvöld. Viðburðurinn hefst kl. 18.00. Veittar verða viðurkenningar fyrir íþróttakarl og konuársins 2019 ásamt vinnuþjark félagsins, Starfsbikar UMFÍ og hópbikar UMSK Léttar veitingar verða á boðstólnum og mikil gleði. Við hvetjum alla iðkendur, foreldra, þjálfara og aðra Mosfellinga til að koma og gleðjast með …
Andrea Katrín til Aftureldingar
Andrea Katrín Ólafsdóttir hefur samið við Aftureldingu um að leika með liðinu til næstu tveggja ára. Andrea er 25 ára gamall miðvörður sem hefur leikið 98 leiki á Íslandsmóti og skorað þrjú mörk, hún var á mála hjá ÍR á síðasta tímabili þar sem hún lék 17 leiki og var jafnframt fyrirliði liðsins. Andrea Katrín styrkir okkar unga lið til …
Jólakveðja frá Aftureldingu
Ungmennafélagið Afturelding óskar félagsmönnum, Mosfellingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða og förum full tilhlökkunar inn í nýtt íþróttaár. Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð á Þorláksmessu, 23. desember næstkomandi. Við vekjum athygli á því að skráning á vorönn fer af stað strax eftir áramót og …
Pistill formanns Aftureldingar: Íþróttaárið 2019
Enn líður að jólum og komið að því að gera upp árið. Árið 2019 hefur verið lifandi og skemmtilegt hjá Aftureldingu, en það eru orð að sönnu að það er aldrei dauð stund í lífinu þegar kemur að því að hlúa að og halda utan um þetta flotta félag sem við erum. Stór skref hafa verið tekin í aðstöðumálum á …