Fyrirhugað verkfall BSRB og starf Aftureldingar – AFLÝST!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Uppfært 9. mars kl 9.20

Kjara­samn­ing­ur var und­ir­ritaður á milli Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og bæj­ar­starfs­manna­fé­laga inn­an BSRB rétt fyr­ir miðnætti í kvöld hjá rík­is­sátta­semj­ara. Verk­falli fé­lag­anna gagn­vart Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur því verið af­lýst.

Öll starfsemi að Lágafelli og Varmá verður því með eðlilegu sniði.


Foreldrar, forráðamenn og iðkendur vinsamlegast athugið.

Fyrirhugað verkfall BSRB næstkomandi mánudag og þriðjudag nær til starfsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar og hefur því áhrif á starfsemi Aftureldingar að því leyti að starfsmenn íþróttamiðstöðva eru í starfsmannafélaginu. Þar að leiðandi verður ekki hægt að halda úti æfingum sem fara fram inni í sölum/sundlaug íþróttamiðstöðva bæði að Varmá og í Lágafelli.

Samningaviðræður standa yfir og eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með fréttum fjölmiðla og heimasíðu Aftureldingar.

Ef verkföllum verður aflýst þá mun allt íþróttastarf Aftureldingar verða með eðlilegum hætti