Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá þjálfaramálum meistaraflokka fyrir næstu leiktíð. Piotr Kempisty mun halda áfram að þjálfa meistaraflokk karla og yngri flokka Aftureldingar í blaki og Borja González mun taka við meistaraflokki kvenna hjá Aftureldingu á næstu leiktíð. Ana Maria Vidal mun vera aðstoðarþjálfari kvennaliðsins og mun Kempisty einnig spila með karlaliði félagsins. „Auk þess mun Ana Maria sjá um …
Skúli Sigurz til Aftureldingar
Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Skúli Kristjánsson Sigurz hefur skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu. Hinn tvítugi Skúli kemur til Aftureldingar frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hann lék fimmtán leiki með Leikni R. í Inkasso-deildinni 2017 þegar hann var þar á láni. Skúli er kominn með leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Leikni R. annað kvöld. Við bjóðum Skúla velkominn í Aftureldingu. Mynd: …
Íslandsmeistarar í karate
Helgina 4. – 5. maí sl. var haldið íslandsmeistaramót barna- og unglinga í karate. Keppt var í einstaklings kata 8-11 ára (börn) og 12-17 ára (unglingar) auk liðakeppni í kata. Alls voru 237 keppendur frá 10 félögum skráðir til leiks auk 40 hópkataliða. Þrettán keppendur þátt fyrir hönd Aftureldingar auk eins hópkataliðs. Allir keppendurnir stóðu sig frábærlega þó ekki hafi …
Sumarnámskeið Taekwondodeildarinar
DREKANÁMSKEIÐ TAEKWONDODEILDAR AFTURELDINGAR Taekwondodeild Aftureldingar stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Í boði eru tvö tveggja vikna námskeið. Þau börn sem sækja bæði námskeiðin gefst kostur á að þreyta beltapróf í lok síðara námskeiðsins (gul rönd og gult belti). Fyrra námskeiðið 8 dagar hefst 11. júní til 21. júní frá kl. 8:30 til 15:30. Verð 21.000,- …
Afturelding Íslandsmeistarari í 3. flokki kvenna
Glæsilegt Íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram um helgina að Varmá. Afturelding eignaðist Íslandsmeistara í 3. flokki stúlkna. Þær fóru ósigraðar í gegnum mótið og töpuðu aðeins 2 hrinum. Glæsilegur árangur hjá þeim. Innilega til hamingju.
Roberta Ivanauskaitė til liðs við Aftureldingu
Afturelding hefur fengið liðstyrk fyrir næsta tímabil í efstu deild kvenna í handknattleik en félagið hefur gert samning við Roberta Ivanauskaitė. Ivanauskaitė spilar stöðu skyttu og kemur frá Litháen en hún er 22 ára og var á mála hjá þýska fyrstu deildar liðinu Neckarsulmer SU á síðustu leiktíð. Hún hefur átt sæti í landsliði Litháen um nokkurt skeið. Ivanauskaitė er um …
Sveinn og Karolis til Aftureldingar – Tumi og Gestur framlengja samninga sína
Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu heldur áfram að styrkja liðið fyrir næsta tímabil í handboltanum. Félagið hefur gert samninga við þá Sveinn Jose Rivera og Karolis Stropus sem koma til félagsins í sumar einnig hefur Afturelding endurnýjað samninga sína við þá Tuma Stein Rúnarsson og Gest Ólaf Ingvarsson. „Það er mikið gleðiefni að geta tilkynnt stuðningsmönnum Aftureldingar og Mosfellingum um nýjustu …
Íslandsmót yngri flokka í blaki
Íslandsmót yngri flokka verður um næstu helgi og heldur Blakdeild Aftureldingar utan um mótahaldið. 60 lið eru skráð á mótið sem koma frá; Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað,Seyðisfirði, Höfn og svo af höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hafa svo mörg lið í 6.flokki (8-9 ára) tekið þátt en þau eru samtals 15 og eru 10 af liðunum utan af landi en samkvæmt reglur …
Birna Kristín endurkjörin formaður Aftureldingar
Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram þann 30. apríl næstkomandi. Birna Kristín Jónsdóttir var endurkjörin formaður félagsins en hún tók við formennsku í félaginu vorið 2019. Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins. Erla Edvardsdóttir kemur inn í stjórn félagsins í stað Hauks Skúlasonar sem fer úr aðalstjórn. Geirarður Long og Gunnar Skúli Guðjónsson voru endurkjörnir í stjórn. Reikningar félagsins voru samþykktir á …
Árskortasala á heimaleiki knattspyrnudeildar Aftureldingar hafin
Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur hafið sölu á árskortum á heimaleiki karla- og kvennaliðs Aftureldingar en bæði lið leika í Inkasso-deildinni í sumar. Kortin gilda á heimaleiki beggja liða og er það von félagsins að fjölmennt verði á heimaleiki félagsins í sumar. Sala á kortunum er hafin og má nálgast árskort á skrifstofu félagsins milli kl. 13-16 alla virka dag. Einnig verða …










