Um síðustu helgi, 29. og 30.nóvember fór fram Bikarmót fyrir U14 og U20 aldurshópa í blaki í Myntkaup-höllinni að Varmá í umsjón Blakdeildar Aftureldingar. Afturelding var með 2 lið í U14 stúlkna og lentu þau bæði í 3.sæti í sínum deildum, Afturelding Rauðar í A deild og Afturelding/KA sem spilaði í B deildinni. Afturelding átti einnig þrjá drengi í U14 …
Yngri flokkarnir að standa sig vel á fyrsta Íslandsmótinu
Um liðna helgi fór fram Haustmót U12 og fyrsti hluti af Íslandsmóti yngri flokka í blaki. U12, U 14 og U16 kvennaliðin spiluðu í Kópavogi og drengirnir í U12,U14 og U16 spiluðu í Laugardalshöllinni. Afturelding sendi 6 lið á mótin sem öll stóðu sig mjög vel og það sem mikilvægast er að öll skemmtu sér frábærlega. U12 stelpurnar enduðu …
Afturelding hlaut 11 verðlaun
Sjónvarpsþátturinn Afturelding hlaut 11 verðlaun á Íslensku sjónvarpsverðlaununum sem voru afhent í gærkvöld fyrir árið 2023 og stóð þar með upp sem algjör sigurvegari árið 2023. Hljóð ársins. Klipping ársins Kvikmyndataka ársins Tónlist ársins Búningar ársins Gervi ársins Handrit ársins Leikið sjónvarspefni ársins Leikkona ársins Leikstjóri ársins og Sjónvarpsefni ársins Til hamingju Dóri DNA, til hamingju Afturelding ❤️🖤
Blakliðin okkar á ferð og flugi um helgina
Það var mikið um að vera í blakinu um allt land um liðna helgi þó að ekki hafi verið spilað í Úrvalsdeildum karla og kvenna. Fyrsta helgin af þremur í Íslandsmóti neðri deilda var spiluð á sex mismunandi stöðum. Spilað er í 7 kvennadeildum sem allar hafa 12 lið og í þremur karladeildum. Afturelding er með samtals 7 lið í …
Íþróttir fyrir alla
Íþróttir fyrir alla hefst sunnudaginn 5. október. Æfingar í Fellinu kl 11.00 á sunnudögum í vetur. Yfirþjálfari verkefnisins er Gunnar Freyr, en hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum. Hann er íþróttafræðingur og hefur starfað hjá okkur í nokkur ár í sund- og frjálsíþróttadeildum okkar. Íþróttir fyrir alla eru fjölbreyttar íþróttaæfingar, þar sem snert er á hinum ýmsu íþróttum. Gestaþjálfarar frá …
Blakdeild Aftureldingar sýnir samstöðu í baráttunni gegn brjóstakrabbameini
Það er bleikur dagur í dag og bleikur mánuður til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Bæði kvenna- og karlalið deildarinnar munu spila með merki Krafts framan á búningum sínum í vetur, til að sýna samstöðu með þeim sem glíma við krabbamein og minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Kraftur er íslenskt stuðningsfélag sem veitir ungum einstaklingum sem greinst hafa með …
Myntkaup höllin að Varmá
Ungmennafélagið Afturelding hefur skrifað undir samstarfssamning við Myntkaup ehf. þar sem Myntkaup kaupir nafnaréttinn á heimavelli félagsins í handbolta, blaki og körfuknattleik. Frá og með núverandi tímabili munu keppnisleikir inni í íþróttamiðstöðinni að Varmá vera spilaðir í Myntkaup höllinni. Samkomulagið markar mikilvægt og jákvætt skref fyrir félagið og framtíðarstarf þess. Með þessu samstarfi verður Myntkaup eitt af helstu bakhjörlum félagsins. …
Íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu
Laugardaginn 20.september hefst íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu þetta haustið. Í ár verður boðið upp á þrjú námskeið: Kl 9:15 verða börn fædd 2023Kl 10:15 verða börn fædd 2022Kl 11:15 verða börn fædd 2020 og 2021 Skráning hefur verið opnuð á abler eða hér . Ef foreldrar vilja hafa börn sín saman í tíma þá vinsamlegast hafið samband við stjórnendur skólans …
Atli Fannar komin með alþjóðlega þjálfaragráðu: FIVB1
Atli Fannar Pétursson, yfirþjálfari BUR hjá Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarna daga dvalið á Írlandi á þjálfaranámskeiði á vegum Alþjóða Blaksambandsins FIVB, en alþjóðlegu þjálfaragráðurnar eru; FIVB1, FIVB2 og FIVB3 og var Atli Fannar að klára FIVB1. Eftir því sem við komumst næst þá er Atli Fannar fyrsti íslenski þjálfarinn til að taka þetta námskeið en nokkrir erlendir þjálfarar sem starfa …










