Afturelding Meistarar Meistaranna 2024

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Karlalið Aftureldingar í blaki hóf leiktíðina með leik á móti Bikar- og Íslandsmeisturum Hamars í leik um Meistara Meistaranna. Afturelding tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð á móti Hamri og áttu því harma að hefna.  Afturelding sigraði 3-2 og eru því handhafar þessa fyrsta titils á leiktíðinni. Til hamingju strákar og þjálfarar . Bæði karla-og kvennaliðin í blaki halda …

Yfirþjálfarar Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Hjörtur Harðarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Aftureldingar. Hjörtur hefur komið við í yngri flokkum Breiðabliks, ÍR, Fjölni og nú hjá Aftureldingu. Hjörtur hefur þjálfað í 5-7. Flokk í þessum liðum og hefur gert í 10 ár. Hjörtur er með UEFA/KSÍ gráðu B og hefur mikinn áhuga á að halda áfram á þeirri braut sérstaklega fyrir yngri hópa. Við …

Blakið komið á fullt – Komdu í blak !!!

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar býður öllum yngri iðkendum að koma og prufa að æfa í september. Hér er æfingatafla yngri flokka hjá félaginu með upplýsingum um þjálfara hvers flokks. Allar æfingar fara fram að Varmá í blaksalnum,  sem er salurinn uppi og stundum kallaður  „Gamli salururinn“  því það er upphaflega íþróttahúsið og var einu sinni eini salurinn.  Yfirþjálfari BUR er Atli Fannar …

Nýr rekstrarstjóri BUR knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Árni Bragi – Nýr rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Aftureldingar Í framhaldi af endurskipulagningu á barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar hefur Árni Bragi Eyjólfsson verið ráðinn í fullt starf sem rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Árni Bragi er þrítugur Akureyringur með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað sem íþróttafulltrúi Aftureldingar í afleysingum fyrir Hönnu Björk sem …

UMFA skórnir komnir í sölu !

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Handbolti

UMFA skórnir sem allir hafa beðið eftir eru væntanlegir Til þess að tryggja sér eintak þarf að fara í pöntunarformið í linknum og panta og greiða. Nánari upplýsingar eru í forminu. Áfram Afturelding https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfeMfRC6dsi…/viewform

Íþróttaskóli barnanna – Börn fædd 2022 boðin velkomin

Blakdeild AftureldingarAfturelding

Opnað hefur verið fyrir skráningu í íþróttaskóla barnanna hjá Aftureldingu og hægt er að skrá sig hér Í vetur bjóðum við 2ja ára börnum að taka þátt og boðið verður upp á 30 mínútna samverustund í íþróttahúsinu að Varmá fyrir þessi börn. Tímarnir eru í sal 3 sem er uppi í íþróttamiðstöðinni að Varmá og eru í  samtals 11 laugardaga.  …

Badmintondeild auglýsir eftir þjálfara

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Badminton

Badmintondeild Aftureldingar auglýsir lausa stöðu þjálfara. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara til að leiða faglegt starf og þjálfun iðkenda. Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, hafi til að bera góða hæfni í samskiptum og eigi auðvelt með að vinna með börnum. Kostur ef hann hefur áður komið að þjálfun. Allar upplýsingar veitir Jónatan Jónasson í síma 842-1913 og …

Hafsteinn var valinn besti íslenski leikmaðurinn 2024-2025

Hafsteinn Már á leið í atvinnumennsku í Svíþjóð

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakarinn og landsliðsmaðurinn Hafsteinn Már Sigurðsson sem spilað hefur með karlaliði Aftureldingar undanfarin tvö ár er á leið til Svíþjóðar í atvinnumennsku í blaki. Hafsteinn kemur frá Ísafirði og spilaði með Vestra þangað til hann kom suður og gekk til liðs við Aftureldingu. Hafsteinn hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö tímabil og skrifaði söguna með félaginu í vor þegar …

A landsliðin í blaki í stóru verkefni

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

A landslið Íslands eru í stóru verkefni þessa dagana og eru að ljúka keppni í Silver league keppni innan Evrópsa blaksambandsins.  Afturelding er með 9 fulltrúa í þessu stóra verkefni auk þess að þjálfari karlaliðsins er Borja Gonzalez Vicente sem hefur verið þjálfari Aftureldingar undanfarin ár og liðsstjóri kvennaliðsins er Einar Friðgeir Björnsson sem er í stjórn meistaraflokkráðs blakdeildarinnar.  Sjúkraþjálfari …

Aukafundur Aðalstjórnar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram í Hlégarði, fimmtudaginn 2. maí og hefst fundurinn hefst kl. 18:30. Dagskrá aðalfundarins er: – Kosningar: – Kosning formanns – Kosning eins stjórnarmanns og eins varamanns Fyrir hönd aðalstjórnar Aftureldingar, Hrafn Ingvarsson varaformaður Umsóknir sem bárust til framkvæmdastjóra eru eftirfarandi: Nafn                                    Staða Ásgeir Jónsson                Formaður Hildur Bæringsdóttir    aðalmaður Níels Reynisson              aðalmaður Brynjar Jóhannesson …