Bæði U18 ára stúlkna og drengjalið Íslands í blaki spiluðu til úrslita á Evrópumóti Smáþjóða í gær, miðvikudag, eftir að hafa farið taplaust í gegnum mótið. Strákarnir mættu Írum og unnu leikinn 3-0 og stúlkurnar spiluðu á móti Færeyjum sem þær höfðu unnið 3-1 í riðlakeppninni og það gerðu þær einnig í úrslitaleiknum, sigruðu 3-1 og þar með tryggðu bæði …
U18 lið Íslands spilar um gullið í dag
U18 ára landslið Íslands í blaki tekur nú þátt í Evrópumóti Smáþjóða í Dublin á Írlandi. Mótið er einnig undankeppni Evrópumótsins 2026 (CEV) og veitir sigur á mótinu þátttökurétt á Evrópumótinu. Í dag, miðvikudag kl 17:00 spilar íslenska kvennaliðið úrslitaleikinn á mótinu eftir að hafa sigrað andstæðinga sína frekar létt. Þær spiluðu við Færeyjar, N-Írland og Lichtenstein. Úrslitaleikinn spila þær …
Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar
Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur árið 2026 Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til …
Kjör íþróttamann og -konu Aftureldingar 2025
Skemmtilegasti viðburður ársins var haldinn 28. desember sl. í Hlégarði þegar kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar. Fjöldi annarra viðurkenninga var veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum. Undanfarnar tvær vikur höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem …
Glæsilegt Bikarmót U14 og U20
Um síðustu helgi, 29. og 30.nóvember fór fram Bikarmót fyrir U14 og U20 aldurshópa í blaki í Myntkaup-höllinni að Varmá í umsjón Blakdeildar Aftureldingar. Afturelding var með 2 lið í U14 stúlkna og lentu þau bæði í 3.sæti í sínum deildum, Afturelding Rauðar í A deild og Afturelding/KA sem spilaði í B deildinni. Afturelding átti einnig þrjá drengi í U14 …
Yngri flokkarnir að standa sig vel á fyrsta Íslandsmótinu
Um liðna helgi fór fram Haustmót U12 og fyrsti hluti af Íslandsmóti yngri flokka í blaki. U12, U 14 og U16 kvennaliðin spiluðu í Kópavogi og drengirnir í U12,U14 og U16 spiluðu í Laugardalshöllinni. Afturelding sendi 6 lið á mótin sem öll stóðu sig mjög vel og það sem mikilvægast er að öll skemmtu sér frábærlega. U12 stelpurnar enduðu …
Afturelding hlaut 11 verðlaun
Sjónvarpsþátturinn Afturelding hlaut 11 verðlaun á Íslensku sjónvarpsverðlaununum sem voru afhent í gærkvöld fyrir árið 2023 og stóð þar með upp sem algjör sigurvegari árið 2023. Hljóð ársins. Klipping ársins Kvikmyndataka ársins Tónlist ársins Búningar ársins Gervi ársins Handrit ársins Leikið sjónvarspefni ársins Leikkona ársins Leikstjóri ársins og Sjónvarpsefni ársins Til hamingju Dóri DNA, til hamingju Afturelding ❤️🖤
Blakliðin okkar á ferð og flugi um helgina
Það var mikið um að vera í blakinu um allt land um liðna helgi þó að ekki hafi verið spilað í Úrvalsdeildum karla og kvenna. Fyrsta helgin af þremur í Íslandsmóti neðri deilda var spiluð á sex mismunandi stöðum. Spilað er í 7 kvennadeildum sem allar hafa 12 lið og í þremur karladeildum. Afturelding er með samtals 7 lið í …
Íþróttir fyrir alla
Íþróttir fyrir alla hefst sunnudaginn 5. október. Æfingar í Fellinu kl 11.00 á sunnudögum í vetur. Yfirþjálfari verkefnisins er Gunnar Freyr, en hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum. Hann er íþróttafræðingur og hefur starfað hjá okkur í nokkur ár í sund- og frjálsíþróttadeildum okkar. Íþróttir fyrir alla eru fjölbreyttar íþróttaæfingar, þar sem snert er á hinum ýmsu íþróttum. Gestaþjálfarar frá …
Blakdeild Aftureldingar sýnir samstöðu í baráttunni gegn brjóstakrabbameini
Það er bleikur dagur í dag og bleikur mánuður til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Bæði kvenna- og karlalið deildarinnar munu spila með merki Krafts framan á búningum sínum í vetur, til að sýna samstöðu með þeim sem glíma við krabbamein og minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Kraftur er íslenskt stuðningsfélag sem veitir ungum einstaklingum sem greinst hafa með …










