Nú fer að líða að úthlutun úr Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur sem fer fram þann 15. janúar 2025, en sú síðar fer fram í júní 2025. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka …
Samstarfssamningar undirritaðir
Á sama tíma og við kynnum til leiks nýja treyju fyrir barna- og unglingastarf Aftureldingar í handbolta og fótbolta, þá er það með gleði í hjarta sem við tilkynnum að Byggingarfélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamning sinn við BUR deildir félagsins í körfubolta, blaki, handbolta og knattspyrnu. Bakki hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins undanfarin ár og erum við stollt að hafa þá …
Myrkir dagar í Jako
20% af öllu! Myrkir dagar í Jako fara fram í netverslun dagana 25.nóv-2.des. ATH. Einungis í netverslun með kóðanum JAKOMD
Afturelding Meistarar Meistaranna 2024
Karlalið Aftureldingar í blaki hóf leiktíðina með leik á móti Bikar- og Íslandsmeisturum Hamars í leik um Meistara Meistaranna. Afturelding tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð á móti Hamri og áttu því harma að hefna. Afturelding sigraði 3-2 og eru því handhafar þessa fyrsta titils á leiktíðinni. Til hamingju strákar og þjálfarar . Bæði karla-og kvennaliðin í blaki halda …
Yfirþjálfarar Knattspyrnudeildar Aftureldingar
Hjörtur Harðarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Aftureldingar. Hjörtur hefur komið við í yngri flokkum Breiðabliks, ÍR, Fjölni og nú hjá Aftureldingu. Hjörtur hefur þjálfað í 5-7. Flokk í þessum liðum og hefur gert í 10 ár. Hjörtur er með UEFA/KSÍ gráðu B og hefur mikinn áhuga á að halda áfram á þeirri braut sérstaklega fyrir yngri hópa. Við …
Blakið komið á fullt – Komdu í blak !!!
Blakdeild Aftureldingar býður öllum yngri iðkendum að koma og prufa að æfa í september. Hér er æfingatafla yngri flokka hjá félaginu með upplýsingum um þjálfara hvers flokks. Allar æfingar fara fram að Varmá í blaksalnum, sem er salurinn uppi og stundum kallaður „Gamli salururinn“ því það er upphaflega íþróttahúsið og var einu sinni eini salurinn. Yfirþjálfari BUR er Atli Fannar …
Nýr rekstrarstjóri BUR knattspyrnudeildar Aftureldingar
Árni Bragi – Nýr rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Aftureldingar Í framhaldi af endurskipulagningu á barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar hefur Árni Bragi Eyjólfsson verið ráðinn í fullt starf sem rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Árni Bragi er þrítugur Akureyringur með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað sem íþróttafulltrúi Aftureldingar í afleysingum fyrir Hönnu Björk sem …
UMFA skórnir komnir í sölu !
UMFA skórnir sem allir hafa beðið eftir eru væntanlegir Til þess að tryggja sér eintak þarf að fara í pöntunarformið í linknum og panta og greiða. Nánari upplýsingar eru í forminu. Áfram Afturelding https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfeMfRC6dsi…/viewform
Íþróttaskóli barnanna – Börn fædd 2022 boðin velkomin
Opnað hefur verið fyrir skráningu í íþróttaskóla barnanna hjá Aftureldingu og hægt er að skrá sig hér Í vetur bjóðum við 2ja ára börnum að taka þátt og boðið verður upp á 30 mínútna samverustund í íþróttahúsinu að Varmá fyrir þessi börn. Tímarnir eru í sal 3 sem er uppi í íþróttamiðstöðinni að Varmá og eru í samtals 11 laugardaga. …