Íþróttaskóli barnanna – Börn fædd 2022 boðin velkomin

Blakdeild AftureldingarAfturelding

Opnað hefur verið fyrir skráningu í íþróttaskóla barnanna hjá Aftureldingu og hægt er að skrá sig hér Í vetur bjóðum við 2ja ára börnum að taka þátt og boðið verður upp á 30 mínútna samverustund í íþróttahúsinu að Varmá fyrir þessi börn. Tímarnir eru í sal 3 sem er uppi í íþróttamiðstöðinni að Varmá og eru í  samtals 11 laugardaga.  …

Badmintondeild auglýsir eftir þjálfara

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Badminton

Badmintondeild Aftureldingar auglýsir lausa stöðu þjálfara. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara til að leiða faglegt starf og þjálfun iðkenda. Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, hafi til að bera góða hæfni í samskiptum og eigi auðvelt með að vinna með börnum. Kostur ef hann hefur áður komið að þjálfun. Allar upplýsingar veitir Jónatan Jónasson í síma 842-1913 og …

Hafsteinn var valinn besti íslenski leikmaðurinn 2024-2025

Hafsteinn Már á leið í atvinnumennsku í Svíþjóð

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakarinn og landsliðsmaðurinn Hafsteinn Már Sigurðsson sem spilað hefur með karlaliði Aftureldingar undanfarin tvö ár er á leið til Svíþjóðar í atvinnumennsku í blaki. Hafsteinn kemur frá Ísafirði og spilaði með Vestra þangað til hann kom suður og gekk til liðs við Aftureldingu. Hafsteinn hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö tímabil og skrifaði söguna með félaginu í vor þegar …

A landsliðin í blaki í stóru verkefni

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

A landslið Íslands eru í stóru verkefni þessa dagana og eru að ljúka keppni í Silver league keppni innan Evrópsa blaksambandsins.  Afturelding er með 9 fulltrúa í þessu stóra verkefni auk þess að þjálfari karlaliðsins er Borja Gonzalez Vicente sem hefur verið þjálfari Aftureldingar undanfarin ár og liðsstjóri kvennaliðsins er Einar Friðgeir Björnsson sem er í stjórn meistaraflokkráðs blakdeildarinnar.  Sjúkraþjálfari …

Aukafundur Aðalstjórnar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram í Hlégarði, fimmtudaginn 2. maí og hefst fundurinn hefst kl. 18:30. Dagskrá aðalfundarins er: – Kosningar: – Kosning formanns – Kosning eins stjórnarmanns og eins varamanns Fyrir hönd aðalstjórnar Aftureldingar, Hrafn Ingvarsson varaformaður Umsóknir sem bárust til framkvæmdastjóra eru eftirfarandi: Nafn                                    Staða Ásgeir Jónsson                Formaður Hildur Bæringsdóttir    aðalmaður Níels Reynisson              aðalmaður Brynjar Jóhannesson …

Einar Ingi Hrafnsson – Nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar

KnattspyrnudeildAfturelding

Einar Ingi hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Aftureldingar frá og með 1. maí í stað Grétars Eggertssonar sem hefur verið hjá okkur síðastliðin tvö ár. Einar Ingi er okkur vel kunnur sem leiðtogi og fyrirliði bikarmeistaraliðs handboltans árið 2023. Það má segja að Einar sé þá búinn að loka hringnum í hringrás Aftureldingar þar sem hann hefur verið iðkandi, …

Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fimleikar

Stjórn fimleikadeilar Aftureldingar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 4. apríl kl 17:30. Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 31.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram …

Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Blak

Stjórn blakdeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 4.apríl kl 21.00 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 31.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram til …

BIKARMEISTARAR 2024

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Kvennalið Aftureldingar eru Bikarmeistari  í  blaki 2024. Um síðustu helgi fór fram FINAL4 helgin í  Kjörísbikarnum í blaki.  Í undanúrslitunum fengu stelpurnar lið Blakfélags Hafnafjarðar og vannst sá leikur 3-0 .  Á  laugardaginn var síðan úrslitaleikurinn við ríkjandi Íslands-og bikarmeistara KA .  Leikurinn var sýndur beint á RUV en síðast þegar RUV sýndi beint frá blakleik var það einmitt á …

Stelpurnar okkar komnar í FINAL 4 í Kjörísbikarnum

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Meistaraflokkur kvenna í blaki er komin áfram í FINAL 4 helgina í Kjörísbikarnum í blaki.  Undanúrslitin verða spiluð á fimmtudaginn 15.febrúar og spilar Afturelding við Blakfélag Hafnafjarðar kl 19:30.  Sigurliðið úr þeim leik fer í úrslitaleikinn á móti HK eða KA og verður sá leikur spilaður kl 13:00 á laugardaginn þann 17.febrúar.  Undanúrslitaleikirnir eru sýndir beint á RUV 2 og …