Um síðastliðnu helgi fór fram Bauhaus Junioren Gala mótið í Þýskalandi. Ísland sendi fjóra fulltrúa og eigum við í Aftureldingu einn af þeim. Erna Sóley Gunnarsdóttir kastaði 4 kg. kúlu 13.91 meter og setti í leiðinni nýtt aldursflokkamet í flokki stúlkna 16-17 ára sem og 18-19 ára. Þess má geta að þyngd kúlu sem Erna Sóley ætti að vera kasta …
Strákarnir sigruðu á Höfn.
Afturelding heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í 2. deild karlaOkkar strákum er spáð efsta sæti 2. deildar og þeir byrjðu þeir leikinn betur. Wentzel Steinarr Kamban skoraði fyrsta markið eftir stundarfjórðung og stuttu síðar var Magnús Már Einarsson búinn að bæta við. Staðan var 2-0 í hálfleik, en undir lokin bætti Ágúst Leó Björnsson við þriðja mark Aftureldingar og þar við …
Afturelding/Fram með annan sigur í röð
Meistaraflokkur kvenna hjá Aftureldingu byrjar tímabilið vel í 2.deildinni en liðið vann góðan 2-0 sigur á Álftanesi á föstudagskvöld.
Vinningsnúmer happdrætti mfl. karla, knattspyrna
Í hálfleik á 3-2 sigri Aftureldingar á Hugin um helgina var dregið í happdrætti meistaraflokks karla. Hér eru vinningsnúmerin. Athugið að smella á myndina til að fá hana stærri. Við þökkum öllum sem sýndu stuðning með því að taka þátt sem og öllum þeim sem gáfu vinninga. Hægt er að vitja vinninga á skrifstofu Aftureldingar.
Hanna Björk ráðin íþróttafulltrúi Aftureldingar
Hanna Björk Halldórsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi Aftureldingar. Hún var valin úr hópi 20 umsækjenda sem sóttu um starfið. Hanna Björk er Mosfellingur og Aftureldingarmanneskja í húð og hár. Hún æfði bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir með Aftureldingu á sínum yngri árum. Hanna er 32 ára gömul og er búsett í Mosfellsbæ. Hanna er menntuð með MA gráðu í …
Dagný endurkjörin formaður Aftureldingar
Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar fór fram fimmtudaginn 30. mars síðastliðinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Á fundinum var ársskýrsla Aftureldingar fyrir starfsárið 2016 kynnt ásamt ársreikningi félagsins. Hvoru tveggja var samþykkt samhljóða meðal fundarmanna. Dagný Kristinsdóttir var endurkjörin sem formaður Aftureldingar en hún tók við formennsku í félaginu fyrir tveimur árum. Breytingar urðu á aðalstjórn félagsins. Einar Grétarsson og Ólafur Thoroddsen gáfu …
Aðalfundur Aftureldingar í kvöld
Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar fer fram í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í kvöld, 30. mars. Fundurinn hefst kl. 18:00 og verður boðið upp á léttar veitingar samhliða fundinum. Dagskrá aðalfundar 20171. Fundarsetning2. Kosning fundarstjóra og fundarritara3. Ársskýrsla formanns4. Ársreikningur 20165. Fjárhagsáætlun 20176. Lagabreytingar7. Heiðursviðurkenningar8. Kosningar:a. Kosning formannsb. Kosning stjórnarmanna til tveggja árac. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnard. Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda9. …
UMF Afturelding auglýsir eftir íþróttafulltrúa
Ungmennafélagið Afturelding auglýsir starf íþróttafulltrúa laust til umsóknar. Við erum að leita að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingi með góða samskiptahæfni til að bætast í hóp okkar á skrifstofu félagsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.Helstu verkefni:– Gerð æfingatöflu félagsins– Ráðning þjálfara í samráði við deildir félagsins– Ritstjórn heimasíðu félagsins– Samskipti við deildir félagsins– Samskipti við foreldra og iðkendur– …
Aðalfundur Aftureldingar 30. mars
Aðalfundur UMF Aftureldingar fer fram fimmtudaginn 30. mars næstkomandi í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18:00.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf Við hvetjum alla félaga í Aftureldingu og Mosfellinga til að koma á fundinn. Aðalstjórn Aftureldingar
Börn að leik í snjóruðningum
Borið hefur á því að börn séu að búa sér til snjóhús inni í ruðningum/sköflum sem hafa myndast við götur og gatnamót. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem getur fylgt því að gera snjóhús í snjóruðningum. Oft eru gamlir ruðningar færðir til eða mokað burtu. Við viljum jafnframt biðja akandi vegfarendur að hafa gætur …