Til umhugsunar í stúkunni og á hliðarlínunni

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding hagar starfsemi sinni m.a. eftir siðareglum félagsins sem finna má hér á heimasíðunni. KSÍ hefur útbúið myndband til að minna okkur foreldra á uppeldishlutverk okkar. Kíkum á það til upprifjunar: www.youtube.com/watch?v=2AEmEDc4do0 Njótum sumarsins. Framkvæmdastjóri.

Þrjú gull og fjögur silfur á Norðurlandameistaramótinu.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Keppendur frá Aftureldingu unnu til þriggja gullverðlauna og þar með Norðurlandameistaratitla á Norðurlandameistaramótinu um daginn. Gullverðlaun fengu þau Herdís Þórðardóttir, Aldís Inga Richardsdóttir og Meisam Rafiei. Ennfremur unnu keppendur frá félaginu til fjögurra silfurverðlauna, María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Níels Salómon Ágústsson, Erla Björg Björnsdóttir og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir. Þess má geta að María Guðrún og Vigdís Helga eru mæðgur, sem og …

Búningasamningur við Errea framlengdur.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Búningasamningur Aftureldingar við Errea hefur verið framlengdur um fjögur ár. Í núverandi samningi við Errea sem gildir til haustsins er ákvæði um framlengingu hans ef báðir aðilar vildu skoða slíkt. Búninganefnd félagsins mælti með áframhaldandi samstarfi við Errea eftir að hafa skoðað hvað það táknaði fyrir félagið og var nýr samningur lagður fyrir formannafund og aðalstjórn félagssins sem staðfestu framlengingu …

Fræðslufundur fyrir foreldra!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Hér með er boðað til kynningarfundar fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.00 í sal 1 í Íþróttamiðstöðinni Varmá.

Viðurkenningar veittar á aðalfundinum.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á aðalfundi Aftureldingar voru veittar heiðursviðurkenningar félagsins til aðila sem skarað hafa fram úr í starfi sínu fyrir félagið með sjálfboðaliðsvinnu og dugnaði. Að þessu sinni fengu bronsmerki félagsins þau Björgvin Björgvinsson handknattleiksdeild, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, handknattleiksdeild, Gunnar Kristleifsson, handknattleiksdeild, Helena Sveinbjarnardóttir handknattleiksdeild, Kolbrún Ósk Svansdóttir handknattleiksdeild, Ólafur Hjörtur Magnússon karatedeild, Hilmar Gunnarsson ritstjóri og Guðbjörg Fanndal Torfadóttir knattspyrnudeild. Silfurmerki félagsins …

Aðalfundur Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 27. mars n.k.

Nýr verkefnastjóri

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ester Sveinbjarnardóttir er nýráðin starfsmaður skrifstofu Aftureldingar. Ester er með verslunarpróf frá MÍ, Iðnrekstrarfræðingur frá TÍ, BS í viðskiptafræði frá HR og alþjóðamarkaðsfræðum frá THÍ. Ester hefur einnig verið í meistaranámi í skattarétti frá lögfræðideild Háskólanum á Bifröst. Ester hefur mikla reynslu í bókfærslu, launakeyrslum, uppgjöri og fjárhagsáætlanagerð. Ester er ráðin í stað Konráðs Olavssonar sem verið hefur verkefndastjóri hjá …