Fræðslufundur fyrir foreldra!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Hér með er boðað til kynningarfundar fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.00 í sal 1 í Íþróttamiðstöðinni Varmá.

Viðurkenningar veittar á aðalfundinum.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á aðalfundi Aftureldingar voru veittar heiðursviðurkenningar félagsins til aðila sem skarað hafa fram úr í starfi sínu fyrir félagið með sjálfboðaliðsvinnu og dugnaði. Að þessu sinni fengu bronsmerki félagsins þau Björgvin Björgvinsson handknattleiksdeild, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, handknattleiksdeild, Gunnar Kristleifsson, handknattleiksdeild, Helena Sveinbjarnardóttir handknattleiksdeild, Kolbrún Ósk Svansdóttir handknattleiksdeild, Ólafur Hjörtur Magnússon karatedeild, Hilmar Gunnarsson ritstjóri og Guðbjörg Fanndal Torfadóttir knattspyrnudeild. Silfurmerki félagsins …

Aðalfundur Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 27. mars n.k.

Nýr verkefnastjóri

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ester Sveinbjarnardóttir er nýráðin starfsmaður skrifstofu Aftureldingar. Ester er með verslunarpróf frá MÍ, Iðnrekstrarfræðingur frá TÍ, BS í viðskiptafræði frá HR og alþjóðamarkaðsfræðum frá THÍ. Ester hefur einnig verið í meistaranámi í skattarétti frá lögfræðideild Háskólanum á Bifröst. Ester hefur mikla reynslu í bókfærslu, launakeyrslum, uppgjöri og fjárhagsáætlanagerð. Ester er ráðin í stað Konráðs Olavssonar sem verið hefur verkefndastjóri hjá …

Vinningar á þorrablóti 2014

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Fjölmenni var á þorrablóti Aftureldingar um síðustu helgi og fór samkoman vel fram. Þorrablótið er alltaf að eflast ár frá ári og er nú ein fjölmennasta samkoma bæjarins ár hvert.

Breyttar æfingatöflur frá 13. janúar 2014

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Lítilsháttar breytingar urðu á æfingatöflum í sölum hjá handboltadeild, badmintondeild, fimleikadeild og karatedeild um áramót. Sjá tímatöflur hér fyrir neðan sem tóku gildi frá og með 13. janúar.

Aðstoð við jólasveina

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Meistaraflokkur Aftureldingar hefur tekið að sér að aðstoða jólasveinana við útkeyrslu á sérstökum pökkum til þægra barna á aðfangadag kl. 11-15. Pakkarnir þurfa að berast frá smiðju jólasveinanna í Vallarhúsið á Þorláksmessu kl. 16-22 en innheimtar verða 1.500 kr. pr. hús til að standa undir útlögðum kostnaði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Aftureldingar í síma 566-7089 og 841-2721.

Jóhann og Telma íþróttamenn ársins!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Uppskeruhátíð Aftureldingar fór fram síðasta laugardag að viðstöddu fjölmenni í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Fyrir hádegi var íþróttahátíð fyrir þau yngstu og var vel mætt á skemmtilega dagskrá deilda og eins var íþróttaskólinn á sínum stað og í jólaskapi þennan dag.  Eftir hádegi byrjaði dagskrá með söng og var það hinn kraftmikli Eyþór Ingi sem fór á kostum og lét 450 gesti …