Mikið leikjaálag er hjá blakliðunum okkar eins og gefur að skilja. Á miðvikudaginn þann 10.febrúar tekur karlaliðið okkar á móti liði HK í Mizunodeildinni. Daginn eftir, fimmtudaginn 11. febrúar sækir kvennaliðið okkar í Mizunodeildinni HK heim í Fagralund og á föstudaginn taka ungu stelpurnar okkar í 1.deild kvenna, Afturelding -B á móti HK -B að Varmá. Á sunnudaginn þann 14.febrúar …
Blakið komið á fullt
Keppni er komin á fullt hjá Blaksambandi Íslands og hefur Afturelding þegar spilað 2 leiki í mfl kvk og 2 leiki í mfl kk. Báðir kvennaleikirnir hafa unnist 3-0 og báðir karlaleikirnir hafa tapast. 3-0 og 3-1. Því miður þá hefur karlaliðið verið frekar fámennt og þurfti að útvega menn í liðið á 11 stundu fyrir fyrsta leik liðsins á …
Byggingafélagið Bakki framlengir samstarfssamning við Aftureldingu
Byggingafélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamningi við Aftureldingu til ársins 2022, en fyrri samningurinn rann út í lok árs 2020. Samningurinn kveður á um að Bakki sé aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta, knattspyrnu og körfubolta. Afturelding er afar þakklát Bakka fyrir áframhaldandi stuðning við félagið. Merki Bakka er sem fyrr framan á keppnisbúningum Aftureldingar í yngri flokkum í þeim …
Komdu í blak!
Blakdeild Aftureldingar fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Við erum rík af afreksfólki í blakdeildinni en við erum svo heppin að þjálfarar meistaraflokkana þjálfa einnig A landslið kvenna. Sturluðar staðreyndir um blakdeild Aftureldingar: Blakdeildin er með þrjá þjálfara og öll hafa þau spilað eða tekið þátt í landsliðsstarfi á Íslandi Allir leikmenn meistaraflokks kvenna í blaki voru valdar á …
Velina Apostolova í viðtali á mbl.is
Flott viðtal við Velina Apostolova sem æfir blak með Aftureldingu. Hún segir: „Ég æfi blak með Aftureldingu og kem úr mikilli blakfjölskyldu þannig að íþróttir og heilsa hafa ávallt verið stór partur af lífi mínu.“ Einnig segir hún blak vera allra meina bót. Viðtalið í heild má finna hér.
Luz Medina gerir tveggja ára samning
Luz Medina kom til kvennaliðs Aftureldingar í janúar s.l. frá KA. Luz náði að spila nokkra leiki með kvennaliði Aftureldingar áður en Covid lokaði leiktíðinni. Nú hefur Luz gert 2ja ára samning við Aftureldingu og er sest að í Mosfellsbæ. Luz er frábær uppspilari og mikil og góð viðbót við okkar flotta kvennalið sem auk þess getur kennt okkar yngri …
Tvöfalt gull, silfur og brons til Aftureldingarfólks á 3. stigamóti sumarsins í strandblaki
Um síðustu helgi fór fram stigamót 3 í strandblaki og var það haldið í Garðabæ og í Laugardalnum. Keppt var í fjórum kvennadeildum og þremur karladeildum. Afturelding átti samtals 7 fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 2 fulltrúa í efstu deild karla í . Thelma Dögg Grétarsdóttir spilaði með Paulu Del Olmo og unnu þær alla sína leiki-2-0 og …
Sigurvegarar í strandblaki
Um liðna helgi fór fram stærsta strandblakmót sem haldið hefur verið á Islandi.en það var fyrsta stigamót sumarsins. Strandblaksmótaröðinni lýkur svo með Íslandsmóti í ágúst. Einnig var spilað í U15 ára unglingaflokki drengja. 82 lið skráðu sig á mótið og var spilað í 5 kvennadeildum og 4 karladeildum. Til að fá að spila í efstu deild þá þarf viðkomandi að …
Afturelding með 3 fulltrúa í liði ársins
Þegar Blaksamband Íslands aflýsti allri keppni í vor vegna COVID-19 átti einungis eftir að spila lokaumferðina í Mizunodeildum karla og kvenna. Undanfarnar vikur hafa liðin í deildinni verið að kjósa í lið ársins og er komið að því að tilkynna um valið. Mizunodeild kvenna – lið ársins 2019-2020 er þannig skipað og á Afturelding 3 fulltrúa þar. Kantar: María Rún …