Blakveisla að Varmá um helgina!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fréttir

Alls eru 13 lið skráð til leiks í bikarinn að þessu sinni en í vikunni þurfti karlalið Aftureldingar því miður að draga sig úr keppni.  Leikir hefjast á öllum völlum kl. 20.00 á föstudagskvöld.
Í karlaflokki leika saman í riðli KA, Stjarnan og Þróttur Reykjavík í A riðli og HK, Þróttur N og Fylkir í B riðli.
Í kvennaflokki leika saman HK, Stjarnan og Völsungur í A riðli en í B riðli leika Afturelding, Þróttur R, Þróttur N og KA.
Efsta liðið í hverjum riðli kemst beint í undanúrslit sem spiluð verða í Laugardalshöll 8.-10.mars 2013
Þau lið sem sitja eftir eiga svo aftur leik í Neskaupstað í undankeppni 2 sem fer fram 1.-2. febrúar 2013 og er keppt þar um tvö laus sæti í undanúrslitum.
 
Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta að Varmá og hvetja stelpurnar sem eru núverandi bikarmeistarar og mæta m.a.  Þrótti Nes sem þær spiluðu við í bikarúrslitum.
Leikir Aftureldingar.
Föstudagur 19.okt   kl 20 – Afturelding – KA
Laugardagur 20.okt   kl 11 – Þróttur Reykjavík – Afturelding
Laugardagur 20.okt   kl 14 – Afturelding – Þróttur Nes

Fjölmennum að Varmá
Áfram Afturelding.