Landsmótsnefndin hefur unnið mikið og gott starf við undirbúninginn og nú þegar mótið hefst mætir fjöldi sjálfboðaliða til starfa. Vegleg dagskrá er í boði á setningarathöfninni og er allt Aftureldingarfólk hvatt til að mæta og taka þátt. Keppnin heldur síðan áfram á morgun laugardag og fram á sunnudag, en mótsslit verða kl 16:30 á sunnudag. Allar upplýsingar um mótið, bæði keppnir og afþreyingu, er að finna á vefsíðu Landsmóts 50+ http://www.umfi.is/umfi09/50plus/
