Áríðandi skilaboð frá slökkviliðinu.
„Við hvetjum skóla og frístundastarfsemi í efri byggðum tli að fylgjast með veðri og mögulega fella niður æfingar sem hefjast eftir kl 15.00. Spáð er miklu hvassviðri frá kl. 15.00 og fram á nótt. Jafnframt að hvetja foreldra/forráðamenn barna undir 12. ára til að sækja börn eftir klukkan 15.00 ef þess er talin þörf.“
Allar knattspyrnuæfingar á gervigrasinu falla niður hjá Aftureldingu.
Aðrar æfingar verða – en við biðjum foreldra að meta veðrið áður en þið sendið börnin af stað. Einnig viljum við benda á að leiðin frá bílastæðinu er ansi löng fyrir lítil börn með skólatöskur, vinsamlegast sækið börnin alla leið inn í húsið ef veðrið skellur á.