Uppfært 9. mars kl 9.20
Kjarasamningur var undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB rétt fyrir miðnætti í kvöld hjá ríkissáttasemjara. Verkfalli félaganna gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur því verið aflýst.
Öll starfsemi að Lágafelli og Varmá verður því með eðlilegu sniði.
Foreldrar, forráðamenn og iðkendur vinsamlegast athugið.
Fyrirhugað verkfall BSRB næstkomandi mánudag og þriðjudag nær til starfsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar og hefur því áhrif á starfsemi Aftureldingar að því leyti að starfsmenn íþróttamiðstöðva eru í starfsmannafélaginu. Þar að leiðandi verður ekki hægt að halda úti æfingum sem fara fram inni í sölum/sundlaug íþróttamiðstöðva bæði að Varmá og í Lágafelli.
Samningaviðræður standa yfir og eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með fréttum fjölmiðla og heimasíðu Aftureldingar.
Ef verkföllum verður aflýst þá mun allt íþróttastarf Aftureldingar verða með eðlilegum hætti