Aftureldingarbúðin að Varmá er nú komin á Sportabler og hægt er að versla bæði þar og mæta með kvittun, eða senda börnin með kvittunina eða mæta að Varmá og versla beint úr búðinni.
Aftureldingarbrúsarnir eru nú loksins komnir aftur eftir að þeir seldust upp í sumar.
Nýtt í búðinni er einnig kökuskeryting í formi Aftureldingarmerkis (má borða) til að setja ofan á kökur og muffinsform með UMFA merkjum á fyrir afmælisveislur t.d.