Aðalfundur Aftureldingar var haldinn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ 12 maí 2022. Hafsteinn Pálsson var fundarstjóri og Kristrún Kristjánsdóttir fráfarand framkvæmdarstjóri Aftureldingar og Grétar Eggerstsson nýr framkvæmdarstjóri Aftureldinga voru ritarar.
Auk hefðbundinna fundarstarfa var Kristrún Kristjánsdóttir kvödd og Grétar Eggertsson kynntur til starfa sem ný framkvæmdarstjóri Aftureldingar.
Undir liðnum ‚önnur mál‘ tóku til máls þeir Agnar Freyr og Gísli Elvar fyrir hönd knattspyrnudeildarinnar, ræddu þeir um aðstöðumál deildarinnar. Guðrún Kristín Einarsdóttir ræddi einnig um aðstöðu mál deildarinnar þá sérstaklega styrktarþjálfunar aðstöðuna. Að lokum tók Hilmar Smári, yfirþjálfari sunddeildar hvatti svo þá frambjóðendur sem voru mættir til þess að hugsa um allar deildir og hugsa til framtíðar þegar kemur að byggingu frekari mannvirkja í Blikastaðalandinu.
Engar heiðursviðurkenningar voru veittar í ár, en sá liður var færður á uppskeruhátíð félagsins sem er haldin í desember ár hvert.
Birna Kristín Jónsdóttir formaður bauð sig áfram fram til formanns og er því sjálfkjörin til eins árs. Auk hennar í stjórn sitja áfram Sigurður Rúnar Guðmundsson gjaldkeri, Erla Edvarsdóttir, Geirarður Long, Gunnar Skúli Guðjónsson, og Reynir Ingi Árnason. Nýr maður í aðalstjórn Aftureldingar er Hrafn Ingvarsson.
Lára Berglind Helgadóttir kveður aðalstjórn að sinni. Við þökkum Láru fyrir sitt framlag til félagsins.