Ályktun formannafundar Aftureldingar vegna COVID-19

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Formannafundur Aftureldingar fór fram í kvöld, 10. mars 2020. Á fundinum var umræða um þá stöðu sem komin er upp vegna COVID-19 kórónuveirunnar.

Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Afturelding fylgir tilmælum frá ÍSÍ og sérsambanda þegar kemur að mótahaldi og þátttöku í mótum. Í tilefni af útbreiðslu af COVID-19 hefur Afturelding ákveðið að hætta við þátttöku í mótum sem ekki tilheyra sérsamböndum á vegum ÍSÍ. 

Mælst er til þess að fjöldi aðstandenda sé lágmarkaður á þeim viðburðum sem eru haldnir vegum félagsins og fólk meti þátttöku sína út frá fjölskylduaðstæðum.

Hér má finna ráðleggingar sóttvarnarlæknis vegna kórónuveirunnar: