Ársþing UMSK

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Í gær fór fram ársþing UMSK í golfklubbnum Oddi í Garðabæ..

Geirarður Long sem situr í aðalstjórn Aftureldingar situr nú einnig í aðalstjórn UMSK eftir að hafa verið í varastjórn UMSK undanfarin fjögur ár. Geiri okkar er frábær fulltrúi Aftureldingar inn í aðalstjórn UMSK. Á þinginu voru einnig veitt hin ýmsu heiðursmerki.

Geirarður hlaut þar Starfsmerki UMFÍ.
Við getum öll tekið undir eftirfarandi texta sem var lesinn upp um hann Geira okkar

Það er auðvelt að hrósa honum Geira okkar. Hann er búinn að vera í aðalstjórn Aftureldingar síðan 2013 og fram að því alltaf á kantinum og tilbúinn að gefa af sér svo lengi sem menn muna.  Geiri er einstakt ljúfmenni, sem mætir á svo til ALLA heimaleiki félagsins hjá ÖLLUM deildum og myndi ganga (hjóla) veröldina á enda fyrir félagið sitt. Það er enginn með stærra Aftureldingarhjarta en Geiri. Í marga áratugi hefur hann ekki bara gefið vinnu sína í þágu félagsins, heldur líka mætt á alls konar leiki og mót, hjá hinum og þessum deildum og hvatt iðkendur til dáða. Þaðliggur við að maður verði bara pínu óöruggur ef Geiri er ekki mættur á einhvern viðburð hjá félaginu.

Hann er duglegur hann er að hrósa duglegum sjálfboðaliðum og okkur starfsfólkinu. Hann er náttúrlega líka óþreytandi að mæta á viðburði og vera sýnilegur þegar við erum að gera eitthvað. Geiri hefur  óbilandi áhuga á öllu starfinu og með hugsjón og hjarta á réttum stað. Hann hafsjór af fróðleik þegar kemur að íþróttum og íþróttasögu Aftureldingar og er það mikill fengur fyrir Aftureldingu og Mosfellsbæ að eiga hann að.
Að lokum – Geiri er eðaldrengur með svo góða nærveru að það er ekki hægt annað en líða vel í kringum hann. Það er fátt sem veitir mér jafn mikla vellíðan og innslögin hans á Facebook sem endurspegla ávallt falleg og góð skilaboð sem allir mættu taka til sín.

Þá hlaut Ása Dagný Gunnarsdóttir Silfurmerki ÍSÍ.

Ása Dagný á bakgrunn í fótbolta um tíma hjá okkur í Aftureldingu þó hún hafi spilað með fleiri liðum. Hún kom því með ótrúlega verðmæta reynslu inní sjálfboðaliðastarfið þar sem hún hefur verið mjög virk. Hún hefur starfað bæði fyrir knattspyrnudeild og blakdeild. Ása er mest þekkt fyrir drifkraft sinn í Barna og unglingastarfi knattspyrnunnar en þar var hún meðstjórnandi og síðar formaður.

Ása Dagný hefur einnig verið í þorrablótsnefnd undanfarin ár og skilað þar ákaflega góðu verki ásamt stórum hóp sjálfboðaliða. 

Ása Dagný gegnur beint til verka, er ósérhlífin og hrikalega öflugur og góður liðsmaður. Hún er ein af þeim sem þú vilt hafa í þínu liði. Ef þú setur verkefnin í hendurnar á Ásu þá veistu að þau verða vel unnin.

 

 

Myndir: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson UMFÍ