Árni Bragi leysir Hönnu af

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Árni Bragi Eyjólfsson hefur verið ráðinn sem íþróttafulltrúi í afleysingum fyrir Hönnu Björk Halldórsdóttur hjá  Ungmennafélaginu Aftureldingu.

Árni Bragi var í sigurliði Aftureldingar í Bikarkeppni HSÍ á dögunum og starfaði síðast hjá &Pálsson samhliða þjálfun og sem leikmaður Aftureldingar í handbolta. Hann er með BSc próf í viðskiptafræði  frá Háskólanum á Akureyri.

Árni Bragi þekkir mjög vel til hjá Aftureldingu bæði sem leikmaður og þjálfari.

Árni er í sambúð með Sigdísi Lind Sigurðardóttur Blakkonu og eiga þau eina dóttur. Árni kemur til starfa 1. Apríl og verður í læri hjá Hönnu þar til hún fer í leyfi, við bjóðum hann innilega velkominn til starfa fyrir Aftureldingu.

Mynd: Raggi Óla