Heiðursviðurkenningar ÍSÍ

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í 75.sinn nú um liðna helgi.  Að vanda voru veittar viðurkenningar til forystufólks úr íþróttahreifingunni.

Að þessu sinni átti Afturelding tvo frábæra fulltrúa.

Ingibjörg Bergrós Jóhannsdóttir er nýr Heiðursfélagi ÍSÍ og Valdimar Leó Friðriksson var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ.

Ingibjörg Bergrós Jóhannsdóttir

Ingibjörg Bergrós, eða Beggó, var kosin í varastjórn ÍSÍ árið 2002 og í framkvæmdastjórn árið 2011. Hún sat í fagráði Almenningsíþróttasviðs
ÍSÍ um árabil, hefur gegnt embætti formanns Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ til margra ára og gerir enn, auk þess að stýra mörgum vinnuhópum ÍSÍ.
Ingibjörg Bergrós var formaður Umf. Aftureldingar í Mosfellsbæ í átta ár. Ingibjörg Bergrós var sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ á 73. Íþróttaþingi ÍSÍ árið
2017.

Valdimar Leó Friðriksson

Valdimar á að baki áratuga starf í hreyfingunni. Hann var formaður Handknattleiksfélags Akraness í eitt ár, var framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar 1993-1994 og framkvæmdastjóri Umf. Aftureldingar 1994-2005. Valdimar Leó sat í stjórn UMSK í 23 ár, þar af í 20 ár sem formaður sambandsins. Hann var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ í maí síðastliðnum. Ákvörðun um að heiðra Valdimar Leó var staðfest í framkvæmdastjórn í marsmánuði.

Tekið af heimasíðu ÍSÍ.

Afturelding óskar þeim Beggó og Valdirmar innilega til hamingju með viðurkenningarnar.