Við minnum forráðamenn á að ganga frá skráningu á vorönn.
Til þess að fá aðgang að Sideline appinu verða iðkendu að vera skráðir í Nóra, afturelding.felog.is. Æfingatímar birtast á XPS Sideline appinu. Einnig er þetta samskiptatól þjálfara. Hægt er að kynna sér appið betur HÉR.

Mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir og hægt sé að ná í forráðamenn komi upp smit í hópunum.
Sé áhugi á að prófa einhverja íþrótt biðjum við ykkur að hafa samband við þjálfara hópsins eða skrifstofu Aftureldingar (hannabjork@afturelding.is).